Opið bréf til Gísla Marteins Marta Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2017 09:49 Kæri Gísli Marteinn. Það er ánægjulegt að þú hafir alltaf sama, einlæga áhugann á málefnum Reykjavíkurborgar og á þéttbýlisskipulagi og umhverfismótun almennt. Þetta kom skýrt fram í hugleiðingum þínum og vonbrigðum með Reykjavíkurþing Sjálfstæðisflokksins. Það er leitt að þú teljir þingfulltrúana fáfróða lýðskrumara. Þú veist vel að ég hef lengi verið, og er enn, hjartanlega ósammála þér í öllum meginatriðum í þessum efnum. Það er rétt að ályktun þessa þings lagði megináherslu á framboð á lóðum sem eru í eigu borgarinnar. Það var gert til að stemma stigu við þeirri óumdeildu óheillaþróun, að verð þeirra lóða sem nú eru í boði í Reykjavík, hækki stöðugt íbúða- og leiguverð þar. Vegna lóðaskorts sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur valdið fer verð þessara lóða stöðugt hækkandi. Fyrir fáeinum árum var lóðaverð í Reykjavík 4% af íbúðaverði en er nú komið yfir 20%. Þetta segir allt um sameiginlegan málstað borgarstjórnarmeirihlutans og þeirra fjársterku aðila sem eiga lóðirnar á þéttingarsvæðunum.Sjá einnig: Málflutningur lýðskrumara í Sjálfstæðisflokknum fáfræði eða misskilningur Ályktun Reykjavíkurþings Sjálfstæðisflokksins þýðir ekki að sjálfstæðismenn í Reykjavík berjist fyrir dreifingu byggðar um holt og hæðir, eins og þú, gegn betri vitund, gerir ráð fyrir. Þú hefur gegnt veigamiklum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þekkir inniviði hans og starfshætti og mættir gjarnan unna honum sannmælis í þessum efnum. Þú veist jafnvel og ég að í aðalskipulaginu sem núverandi aðalskipulag tók við af, var gert ráð fyrir 75% þéttingu byggðar. Núverandi aðalskipulag gerir hins vegar ráð fyrir 95% þéttingu sem á öll að eiga sér stað vestan Elliðaáa. Það vilja allir flokkar þéttingu byggðar og þar er Sjálfstæðisflokkurinn engin undantekning. Núverandi aðalskipulag er hins vegar blind trúarsannfæring sem vinnur gegn eigin markmiðum. Ein helsta afleiðing þess er dreifing byggðar. Þetta má skýra með einföldu dæmi um hlutmengi: Drögum lítinn hring á blað og segjum sem svo að það sé þín Paradís, 101 Reykjavík. Drögum annan stærri hring utan um þann litla og köllum það Reykjavík. Drögum svo enn stærri hring utan um þessa tvo og segjum að það sé höfuðborgarsvæðið. Loks skulum við draga stærsta hringinn utan um alla hina og kalla hann „Stór-höfuðborgarsvæðið“ sem nær frá Akranesi til Reykjanesbæjar og Selfoss. Hvar er nú mikilvægast að þétta byggð? Auðvitað þar sem flestir búa, á „Stór-höfuðborgarsvæðinu“. En eruð þið Dagur B. Eggertsson að því? Ó nei: Þið vinnið leynt og ljóst að mestu dreifingu byggðar sem um getur á þessu svæði með blindri trúarsannfæringu. Allar tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á þessu svæði, í borgarstjórnartíð Dags, sýna skýrt að fólk flýr nú borgina sem aldrei fyrr í þeirri sjálfsbjargarviðleitni að koma sér þaki yfir höfuðið: Í efstu byggðir Kópavogs og Mosfellsbæjar, á Vellina í Hafnarfirði, suður með sjó, til Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar, Selfoss og á Akranes. Þetta fólk ekur til og frá vinnu, tvisar á dag, jafnvel tugi kílómetra vegalengdir, framhjá óbyggðu landsvæði, t.d. í Geldinganesi og Úlfarsárdal. Á árunum 2013-2017 voru sjö af hverjum tíu nýjum íbúum höfuðborgarsvæðisins skráðir í annað sveitarfélag en Reykjavík. Er þetta “umhverfisvænt” og “ódýrt” eða er þetta kannski “útþenslustefnan” sem þú ert andvígur? Þarftu ekki að skoða heildarmyndina? Tilvísun þín í könnun um það hvar fólk vill búa er í raun fáránleg og þjónar ódýrum áróðurstilgangi. Vilja ekki bara flestir búa á Bessastöðum og vera forsetar, aka um á Rolls-Royce, eða vinna í Lottóinu? Ef meirihluti Reykvíkinga vill búa vestan Elliðaáa, á þá að salta minnihlutann, koma í veg fyrir uppbyggingu austan ánna, vanrækja allar efri byggðir borgarinnar og vannýta alla þá miklu og dýru innviði sem skattgreiðendur hafa nú þegar greitt fyrir í Úlfarsárdal? Hvað er fólk reiðubúið að greiða fyrir það að búa í 101? Ef allir þeir sem vilja búa í elstu úthverfum Kvosarinnar: Grjótþorpi, gamla Vesturbænum, Þingholtunum og Skuggahverfinu, og eiga að komast þar fyrir samkvæmt jólagjafakönnuninni; þarf þá ekki að fylla upp í Tjörnina og gömlu höfnina, byggja í Hljómskálagarðinum, á Arnarhólnum og á Landakotstúninu, risablokkir? Það myndi á endanum gera það að verkum að enginn vill búa á þessu svæði, og saga og sérkenni Reykjavíkur eru þá endanlega horfin. Í hugleiðingum þínum segir þú meðal annars: „Fólk er skynsamt.“ Og skömmu síðar segir þú: „…fólk er komið með nóg af löngum ferðalögum til og frá vinnu, það er búið að átta sig á því að bílaumferð skemmir borgina og veldur banvænni mengun.“ Þetta er ótrúleg einföldun á miklu flóknara fyrirbrigði en þú ert reiðubúinn að skoða á yfirvegaðan hátt: Eitt leiðir af öðru, aðgerðarleysi meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar og lóðaskorturinn sem hefur dreift byggðinni, hafa hvoru tveggja aukið mengun til muna. Við skulum hafa það hugfast að Þéttbýlismyndun og samgöngur innan þéttbýlissvæða, milli þeirra, vegagerð um landið, strandsiglingar og síðan flugsamgöngur, voru hér á landi, sem og annars staðar, lykilþáttur í framfarasókn þjóðarinnar, gegn einangrun, fátækt, fáfræði, fordómum, misbeitingu opinbers valds, sjúkdómum og öllum öðrum hindrunum fyrir lífsgæðum almennings. Greiðar samgöngur hafa ætíð verið förunautur allrar annarrar sóknar almennings fyrir auknum lífsgæðum þjóða. Þetta vita best hershöfðingjar sem eru sérfræðingar í því að lama samfélög óvinarins. Þeir leggja áherslu á að sprengja upp brýr og flugvelli og hefta allar samgöngur. Greiðar samgöngur eru miklu mikilvægari í daglegu lífi hins almenna borgara en ýmsir telja. Rétt eins og með „þéttingu byggðar“ hefur þú og borgarstjórnarmeirihlutinn barist fyrir „auknum lífsgæðum“ í samgöngumálum. Þið segið markmiðið vera skilvirkari og öruggari samgöngur, minni mengun og betra umhverfi. En árangurinn er sem endranær, þveröfugur við markmiðið: Stefna ykkar Dags í samgöngumálum er nú í þann veginn að skapa algjört umferðaröngþveiti í borginni. Hún fjölgar slysum og umferðaróhöppum, m.a. með þrengingu tengibrauta sem færir í síauknu mæli bílaumferð inn í íbúðahverfi þar sem börn eru að leik eða á leið í skóla. Hún hefur aukið umferðarmengun verulega með því að hamla umferðarflæði, lengir þar með ferðatímann og leggur þannig síaukinn tímaskatt á vegfarendur. Í skoðunum ykkar er ekkert mið tekið af þeim byltingarkenndu breytingum sem nú eiga sér stað á einkabílum, rafvæðingu þeirra, sjálfstýringu og þeirri nútíma tölvuvæðingu sem á eftir að bylta allri þjónustu í almenningssamgöngum. Við þurfum að horfa til framtíðar í þessum efnum! Ég er ekki í minnsta vafa um það Gísli minn, að jafn síbrosandi maður og þú, viljir samfélagi þínu allt það besta. En þú ert því miður á villigötum. Eitt sinn lést þú móðann mása um frjálshyggju. Þess vegna get ég hér í lokin ekki orða bundist yfir hugmyndafræðilegum grunni þinna skoðanna í skipulags- og samgöngumálum. Mér finnst þú því miður hafa álpast út í forarpytt forsjárhyggju og útópískrar heildarhyggju sem lítur á borgina sem Legókubba. Borgin er ekki leikfang né viðfang tískuskoðanna. Reykvíkingar eru ekki Legókarlar og kerlingar með málað bros á ljósbrúnni kúlu sem þú getur fært frá einum stað til annars. Þau eru einstaklingar eins og þú, af holdi og blóði, hvert öðru ólík, á mismunandi aldri, með ólíka hagsmuni og skoðanir, sögu sína og sérkenni, gleði sína og sorg og mismunandi væntingar um betri framtíð. Hvorki ég, né þú, né nokkur annar einn einstaklingur, veit nákvæmlega hvað er hverjum og einum fyrir bestu. Það vita þeir best sjálfir og það er einmitt kjarni Sjálfstæðisstefnunnar. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Tengdar fréttir Málflutningur lýðskrumara í Sjálfstæðisflokknum fáfræði eða misskilningur Útþensla Reykjavíkur er margfalt dýrari en þétting byggðar og henni fylgja mengun, fleiri slys og meiri óþægindi fyrir íbúa borgarinnar að sögn fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 31. maí 2017 13:45 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Gísli Marteinn. Það er ánægjulegt að þú hafir alltaf sama, einlæga áhugann á málefnum Reykjavíkurborgar og á þéttbýlisskipulagi og umhverfismótun almennt. Þetta kom skýrt fram í hugleiðingum þínum og vonbrigðum með Reykjavíkurþing Sjálfstæðisflokksins. Það er leitt að þú teljir þingfulltrúana fáfróða lýðskrumara. Þú veist vel að ég hef lengi verið, og er enn, hjartanlega ósammála þér í öllum meginatriðum í þessum efnum. Það er rétt að ályktun þessa þings lagði megináherslu á framboð á lóðum sem eru í eigu borgarinnar. Það var gert til að stemma stigu við þeirri óumdeildu óheillaþróun, að verð þeirra lóða sem nú eru í boði í Reykjavík, hækki stöðugt íbúða- og leiguverð þar. Vegna lóðaskorts sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur valdið fer verð þessara lóða stöðugt hækkandi. Fyrir fáeinum árum var lóðaverð í Reykjavík 4% af íbúðaverði en er nú komið yfir 20%. Þetta segir allt um sameiginlegan málstað borgarstjórnarmeirihlutans og þeirra fjársterku aðila sem eiga lóðirnar á þéttingarsvæðunum.Sjá einnig: Málflutningur lýðskrumara í Sjálfstæðisflokknum fáfræði eða misskilningur Ályktun Reykjavíkurþings Sjálfstæðisflokksins þýðir ekki að sjálfstæðismenn í Reykjavík berjist fyrir dreifingu byggðar um holt og hæðir, eins og þú, gegn betri vitund, gerir ráð fyrir. Þú hefur gegnt veigamiklum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þekkir inniviði hans og starfshætti og mættir gjarnan unna honum sannmælis í þessum efnum. Þú veist jafnvel og ég að í aðalskipulaginu sem núverandi aðalskipulag tók við af, var gert ráð fyrir 75% þéttingu byggðar. Núverandi aðalskipulag gerir hins vegar ráð fyrir 95% þéttingu sem á öll að eiga sér stað vestan Elliðaáa. Það vilja allir flokkar þéttingu byggðar og þar er Sjálfstæðisflokkurinn engin undantekning. Núverandi aðalskipulag er hins vegar blind trúarsannfæring sem vinnur gegn eigin markmiðum. Ein helsta afleiðing þess er dreifing byggðar. Þetta má skýra með einföldu dæmi um hlutmengi: Drögum lítinn hring á blað og segjum sem svo að það sé þín Paradís, 101 Reykjavík. Drögum annan stærri hring utan um þann litla og köllum það Reykjavík. Drögum svo enn stærri hring utan um þessa tvo og segjum að það sé höfuðborgarsvæðið. Loks skulum við draga stærsta hringinn utan um alla hina og kalla hann „Stór-höfuðborgarsvæðið“ sem nær frá Akranesi til Reykjanesbæjar og Selfoss. Hvar er nú mikilvægast að þétta byggð? Auðvitað þar sem flestir búa, á „Stór-höfuðborgarsvæðinu“. En eruð þið Dagur B. Eggertsson að því? Ó nei: Þið vinnið leynt og ljóst að mestu dreifingu byggðar sem um getur á þessu svæði með blindri trúarsannfæringu. Allar tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á þessu svæði, í borgarstjórnartíð Dags, sýna skýrt að fólk flýr nú borgina sem aldrei fyrr í þeirri sjálfsbjargarviðleitni að koma sér þaki yfir höfuðið: Í efstu byggðir Kópavogs og Mosfellsbæjar, á Vellina í Hafnarfirði, suður með sjó, til Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar, Selfoss og á Akranes. Þetta fólk ekur til og frá vinnu, tvisar á dag, jafnvel tugi kílómetra vegalengdir, framhjá óbyggðu landsvæði, t.d. í Geldinganesi og Úlfarsárdal. Á árunum 2013-2017 voru sjö af hverjum tíu nýjum íbúum höfuðborgarsvæðisins skráðir í annað sveitarfélag en Reykjavík. Er þetta “umhverfisvænt” og “ódýrt” eða er þetta kannski “útþenslustefnan” sem þú ert andvígur? Þarftu ekki að skoða heildarmyndina? Tilvísun þín í könnun um það hvar fólk vill búa er í raun fáránleg og þjónar ódýrum áróðurstilgangi. Vilja ekki bara flestir búa á Bessastöðum og vera forsetar, aka um á Rolls-Royce, eða vinna í Lottóinu? Ef meirihluti Reykvíkinga vill búa vestan Elliðaáa, á þá að salta minnihlutann, koma í veg fyrir uppbyggingu austan ánna, vanrækja allar efri byggðir borgarinnar og vannýta alla þá miklu og dýru innviði sem skattgreiðendur hafa nú þegar greitt fyrir í Úlfarsárdal? Hvað er fólk reiðubúið að greiða fyrir það að búa í 101? Ef allir þeir sem vilja búa í elstu úthverfum Kvosarinnar: Grjótþorpi, gamla Vesturbænum, Þingholtunum og Skuggahverfinu, og eiga að komast þar fyrir samkvæmt jólagjafakönnuninni; þarf þá ekki að fylla upp í Tjörnina og gömlu höfnina, byggja í Hljómskálagarðinum, á Arnarhólnum og á Landakotstúninu, risablokkir? Það myndi á endanum gera það að verkum að enginn vill búa á þessu svæði, og saga og sérkenni Reykjavíkur eru þá endanlega horfin. Í hugleiðingum þínum segir þú meðal annars: „Fólk er skynsamt.“ Og skömmu síðar segir þú: „…fólk er komið með nóg af löngum ferðalögum til og frá vinnu, það er búið að átta sig á því að bílaumferð skemmir borgina og veldur banvænni mengun.“ Þetta er ótrúleg einföldun á miklu flóknara fyrirbrigði en þú ert reiðubúinn að skoða á yfirvegaðan hátt: Eitt leiðir af öðru, aðgerðarleysi meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar og lóðaskorturinn sem hefur dreift byggðinni, hafa hvoru tveggja aukið mengun til muna. Við skulum hafa það hugfast að Þéttbýlismyndun og samgöngur innan þéttbýlissvæða, milli þeirra, vegagerð um landið, strandsiglingar og síðan flugsamgöngur, voru hér á landi, sem og annars staðar, lykilþáttur í framfarasókn þjóðarinnar, gegn einangrun, fátækt, fáfræði, fordómum, misbeitingu opinbers valds, sjúkdómum og öllum öðrum hindrunum fyrir lífsgæðum almennings. Greiðar samgöngur hafa ætíð verið förunautur allrar annarrar sóknar almennings fyrir auknum lífsgæðum þjóða. Þetta vita best hershöfðingjar sem eru sérfræðingar í því að lama samfélög óvinarins. Þeir leggja áherslu á að sprengja upp brýr og flugvelli og hefta allar samgöngur. Greiðar samgöngur eru miklu mikilvægari í daglegu lífi hins almenna borgara en ýmsir telja. Rétt eins og með „þéttingu byggðar“ hefur þú og borgarstjórnarmeirihlutinn barist fyrir „auknum lífsgæðum“ í samgöngumálum. Þið segið markmiðið vera skilvirkari og öruggari samgöngur, minni mengun og betra umhverfi. En árangurinn er sem endranær, þveröfugur við markmiðið: Stefna ykkar Dags í samgöngumálum er nú í þann veginn að skapa algjört umferðaröngþveiti í borginni. Hún fjölgar slysum og umferðaróhöppum, m.a. með þrengingu tengibrauta sem færir í síauknu mæli bílaumferð inn í íbúðahverfi þar sem börn eru að leik eða á leið í skóla. Hún hefur aukið umferðarmengun verulega með því að hamla umferðarflæði, lengir þar með ferðatímann og leggur þannig síaukinn tímaskatt á vegfarendur. Í skoðunum ykkar er ekkert mið tekið af þeim byltingarkenndu breytingum sem nú eiga sér stað á einkabílum, rafvæðingu þeirra, sjálfstýringu og þeirri nútíma tölvuvæðingu sem á eftir að bylta allri þjónustu í almenningssamgöngum. Við þurfum að horfa til framtíðar í þessum efnum! Ég er ekki í minnsta vafa um það Gísli minn, að jafn síbrosandi maður og þú, viljir samfélagi þínu allt það besta. En þú ert því miður á villigötum. Eitt sinn lést þú móðann mása um frjálshyggju. Þess vegna get ég hér í lokin ekki orða bundist yfir hugmyndafræðilegum grunni þinna skoðanna í skipulags- og samgöngumálum. Mér finnst þú því miður hafa álpast út í forarpytt forsjárhyggju og útópískrar heildarhyggju sem lítur á borgina sem Legókubba. Borgin er ekki leikfang né viðfang tískuskoðanna. Reykvíkingar eru ekki Legókarlar og kerlingar með málað bros á ljósbrúnni kúlu sem þú getur fært frá einum stað til annars. Þau eru einstaklingar eins og þú, af holdi og blóði, hvert öðru ólík, á mismunandi aldri, með ólíka hagsmuni og skoðanir, sögu sína og sérkenni, gleði sína og sorg og mismunandi væntingar um betri framtíð. Hvorki ég, né þú, né nokkur annar einn einstaklingur, veit nákvæmlega hvað er hverjum og einum fyrir bestu. Það vita þeir best sjálfir og það er einmitt kjarni Sjálfstæðisstefnunnar. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi.
Málflutningur lýðskrumara í Sjálfstæðisflokknum fáfræði eða misskilningur Útþensla Reykjavíkur er margfalt dýrari en þétting byggðar og henni fylgja mengun, fleiri slys og meiri óþægindi fyrir íbúa borgarinnar að sögn fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 31. maí 2017 13:45
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar