Ótrúlegir fimm dagar Anítu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2017 06:00 Aníta er í góðum gír þessa dagana. vísir/hanna Aníta Hinriksdóttir er greinilega í frábæru formi þessa dagana. Í gær sló Aníta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Demantamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu hundraðshluta úr sekúndu. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlaupið í Ósló í gær var stjörnum prýtt en til marks um það voru þrjár efstu í hlaupinu þær sömu og lentu í þremur efstu sætunum í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. „Að komast inn í svona hlaup er rosalega mikilvægt upp á framhaldið; að hafa mætt þessum bestu, helst nokkrum sinnum áður en þú ferð á stórmót,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrverandi þjálfari Anítu, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Í hlaupinu voru fimm sem voru í úrslitum á Ólympíuleikunum og ein þeirra, Lindsey Sharp, varð á eftir Anítu. Þannig að þetta var ofboðslega sterkt og gaman að hún hafi fengið tækifæri því það er hart barist um að komast í þessi hlaup.“ Aníta endaði í 6. sæti í hlaupinu í gær. Að sögn Gunnars Páls var það afar vel útfært hjá henni. „Öfugt við heims- og Evrópumót, þá erum við með það sem við köllum héra sem heldur upp hraðanum. Aníta staðsetti sig mjög vel. Þú reynir að fljóta með og eyða sem minnstri orku,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Aníta væri alltaf að öðlast meiri reynslu í taktíska þættinum. „Hún þarf að komast inn á þessi mót til að stíga skref fram á við. Hún nýtti þetta tækifæri vel.“ Síðustu mánuðir hafa verið viðburðaríkir hjá Anítu, eða frá því hún setti Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Ríó. Aníta gerði frábæra hluti á EM innanhúss í Belgrad í mars og náði þar í brons. Og núna hefur hún slegið tvö Íslandsmet á innan við viku. „Þetta hefur gengið alveg lygilega vel. Það er ekkert sjálfgefið að halda áfram að taka þessi skref. Hún hefur unnið sig upp jafnt og þétt og þetta er mjög jákvætt,“ sagði Gunnar Páll. Sumarið er bara rétt að byrja hjá Anítu. Á sunnudaginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og fram undan er svo EM U-23 ára í Póllandi og HM í London. Gunnar Páll segir að það styttist í að Aníta brjóti múrinn og hlaupi undir tveimur mínútum. „Þegar maður er búinn að hlaupa á svipuðum tíma getur þetta allt í einu dottið fyrir mann. Það hlaup gæti allt eins komið á sunnudaginn. Hún hefur að mínu mati getað það lengi. En það má ekki vera of mikið stress að hugsa um það. Ef þetta heldur svona áfram kemur þetta á endanum,“ sagði Gunnar Páll að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26 Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er greinilega í frábæru formi þessa dagana. Í gær sló Aníta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Demantamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu hundraðshluta úr sekúndu. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlaupið í Ósló í gær var stjörnum prýtt en til marks um það voru þrjár efstu í hlaupinu þær sömu og lentu í þremur efstu sætunum í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. „Að komast inn í svona hlaup er rosalega mikilvægt upp á framhaldið; að hafa mætt þessum bestu, helst nokkrum sinnum áður en þú ferð á stórmót,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrverandi þjálfari Anítu, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Í hlaupinu voru fimm sem voru í úrslitum á Ólympíuleikunum og ein þeirra, Lindsey Sharp, varð á eftir Anítu. Þannig að þetta var ofboðslega sterkt og gaman að hún hafi fengið tækifæri því það er hart barist um að komast í þessi hlaup.“ Aníta endaði í 6. sæti í hlaupinu í gær. Að sögn Gunnars Páls var það afar vel útfært hjá henni. „Öfugt við heims- og Evrópumót, þá erum við með það sem við köllum héra sem heldur upp hraðanum. Aníta staðsetti sig mjög vel. Þú reynir að fljóta með og eyða sem minnstri orku,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Aníta væri alltaf að öðlast meiri reynslu í taktíska þættinum. „Hún þarf að komast inn á þessi mót til að stíga skref fram á við. Hún nýtti þetta tækifæri vel.“ Síðustu mánuðir hafa verið viðburðaríkir hjá Anítu, eða frá því hún setti Íslandsmetið á Ólympíuleikunum í Ríó. Aníta gerði frábæra hluti á EM innanhúss í Belgrad í mars og náði þar í brons. Og núna hefur hún slegið tvö Íslandsmet á innan við viku. „Þetta hefur gengið alveg lygilega vel. Það er ekkert sjálfgefið að halda áfram að taka þessi skref. Hún hefur unnið sig upp jafnt og þétt og þetta er mjög jákvætt,“ sagði Gunnar Páll. Sumarið er bara rétt að byrja hjá Anítu. Á sunnudaginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og fram undan er svo EM U-23 ára í Póllandi og HM í London. Gunnar Páll segir að það styttist í að Aníta brjóti múrinn og hlaupi undir tveimur mínútum. „Þegar maður er búinn að hlaupa á svipuðum tíma getur þetta allt í einu dottið fyrir mann. Það hlaup gæti allt eins komið á sunnudaginn. Hún hefur að mínu mati getað það lengi. En það má ekki vera of mikið stress að hugsa um það. Ef þetta heldur svona áfram kemur þetta á endanum,“ sagði Gunnar Páll að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26 Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Aníta sló sitt annað Íslandsmet á síðustu fimm dögum Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Osló í kvöld. 15. júní 2017 19:26
Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet í dag Aníta Hinriksdóttir sló í dag Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi en gamla metið var orðið 30 ára gamalt. 11. júní 2017 17:31