Guðni Th. minnist ananas-mannsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2017 15:41 Guðni vakti heimsathygli fyrir andúð sína á ananas sem álegg á flatbökum. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist Sam Panopoulos, Kanadamannsins sem talinn er hafa fyrstur allra notað ananas sem álegg á pítsur. Panopoulos er fallinn frá 83 ára gamall eins og Vísir fjallaði um í gær. Óhætt er að segja að hugmynd hans hafi ýmist fallið í góðan eða grýttan jarðveg, og meira að segja komið Íslandi í heimsfréttirnar ef svo má segja. Fólk skiptist í fylkingar, með ananas og á móti, þegar út spurðist að forseti Íslands væri mótfallinn ananasi sem áleggi á pítsur.Sómamaður með skopskyn í lagi „Ég les á netinu að Sam Panopoulos sé fallinn frá, Kanadamaðurinn sem fyrstur allra setti ananas á pítsu. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Af fréttum að dæma var Sam þessi sómamaður, með skopskynið í lagi. Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. Fjölmiðlar úti í heimi fjalla um andlát Panopoulos. BBC segir að Hawaii pítsan svonefnda með skinku og ananas, sem Panopoulos á heiðurinn að, hafi leitt til hneykslunar hjá þjóðarleiðtogum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti yfir ánægju sinni með pítsuna á Twitter snemma á árinu undir merkinu #TeamPineapple. Guðni sagði svo sína skoðun á málinu í heimsókn til Akureyrar.Ananas góður, en ekki á pítsu „Sagan af „stóra ananasmálinu“ er gott dæmi um það að við búum í heimsþorpi. Góðlátlegt grín mitt á Akureyri varð fréttaefni um víða veröld. Um leið gaf sú óvænta athygli ágætis tilefni til að fjalla um valdmörk þjóðarleiðtoga og frelsi fólks til að gera það sem það vill - svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Rifjar Guðni upp yfirlýsingu sína um þau grunngildi: „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.“ Panopoulos sagðist ekkert skilja í skoðun Guðna. Ananas gæfi pítsum ferskleika. Panopoulos er líst sem manni með beinskeittan húmor, háværan hlátur og hreinskilni sem verði saknað af ættingjum, vinum sem og samstarfsfólki og viðskiptavinum.Eldi fréttir af Guðna og ávextinum umdeilda má sjá hér að neðan.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. 9. júní 2017 18:59
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15