Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:15 Donald Trump stendur á bakvið þá Mitch McConnell og þingmanninn Pat Roberts. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira