Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 15:50 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, (í pontu) hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna að lauma heilbrigðistryggingafrumvarpinu í gegnum þingið. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30
Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent