Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna Benedikt bóas skrifar 21. júní 2017 07:00 Forstöðumaður Ferðamálastofu segir krónuna vera vandamálið í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira