Brúðkaupsljósmyndarar komnir í hár saman vegna Hjörleifshöfða Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2017 06:00 Katla Track hefur Hjörleifshöfða á leigu og er í samstarfi við bandarískan brúðkaupsljósmyndara. Þau vilja hafa vinsælan helli á svæðinu fyrir sig. Bragi Þór Jósefsson Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira