Kom kærastanum á óvart með myndavélinni sem hann missti í Kirkjufellsfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 08:42 Þau Ryan Wright og Laurel Anne munu aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni. Laurel Anne Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira