Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 14:30 Petra Kvitova er hörkutól. vísir/getty Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova. Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova.
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira