Skotin til bana á kjörstað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 23:36 Vopnaður maður á mótorhjóli er sagður hafa hleypt skotum af á kjörstað í Caracas. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/afp Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017 Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum Nicolasar Maduro, forseta Venesúela, sem leggur til breytingarnar umdeildu. Þrjá sakaði í skotárásinni. Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar. Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur. Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus. Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017
Tengdar fréttir Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00