Kushner sver af sér samráð við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 13:02 Jared Kushner hefur verið gagnrýndur fyrir að greina ekki hreint frá samskiptum við rússneska embættis- og athafnamenn. Vísir/AFP Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta neitar því að hafa átt samráð við rússnesk stjórnvöld um forsetakosningarnar í fyrra. Þetta kemur fram í skriflegum framburði sem Jared Kushner hefur sent þingnefndinni sem hann kemur fyrir í dag. Kushner kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og hliðstæðu hennar í fulltrúadeildinni á morgun. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir luktum dyrum og talið er að framburður Kushner verði ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að í skriflegri yfirlýsingu Kushner til beggja nefnda greini hann frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum á meðan á kosningabaráttunni stóð og frá tímabilinu frá því að Trump var kjörinn og þangað til hann tók við embætti. Þar á meðal er fundurinn með rússneskum lögfræðingi sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton sem sagt hefur verið frá undanfarið. Donald Trump yngri, sonur forsetans og mágur Kushner, kom þeim fundi á koppinn.Engin óviðeigandi samskipti Kushner ver samskipti sín við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa, og fleiri embættismenn og segir þá dæmigerða fyrir samskipti sem tengiliðir forsetaframboðs eins og hann var hafa við erlendar ríkisstjórnir. Hafnar hann því að hafa gert nokkuð saknæmt og staðhæfir að samskipti hans við Rússa hafi verið takmörkuð. Þau hafi ekki verið óviðeigandi. Þá segir hann að viðskiptaveldi sitt hafi ekki reitt sig á fjármögnun frá Rússlandi. „Ég átti ekki í samráði og ég veit ekki um neinn annan í framboðinu sem átti samráð við nein erlend stjórnvöld,“ segir Kushner í yfirlýsingu sinni.Nefndir Bandaríkjaþings vilja einnig að Paul Manafort, fv. kosningastjóri Trump, beri vitni um samskipti við Rússa.Vísir/AFPVildi afsökun til að komast af fundinum margumræddaUm fund þeirra Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneska lögfræðingum í fyrra segist Kushner hafa mætt seint. Hann hafi fljótt gert sér grein fyrir að fátt markvert kæmi fram á honum og að „tímanum væri illa varið“. Hann hafi jafnvel sent aðstoðarmanni skilaboð á meðan hann var á fundinum og beðið hann um að hringja í sig til þess að hann hefði afsökun til að láta sig hverfa af honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kushner er 36 ára gamall. Auk þess að vera eiginmaður Ivönku, dóttur Bandaríkjaforseta, hefur Kushner verið einn helsti trúnaðarmaður Trump. Hefur forsetinn falið honum fjölda verkefna, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum og að binda enda á ópíumfaraldur í Bandaríkjunum.Sendi óvart drög að yfirlýsingu um samskipti við erlenda aðilaÞingnefndir í bæði öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsaka nú meint samráð framboðs Trump við Rússa auk þess sem dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sem sérstakan rannsakanda í málinu. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir víðtækum tilraunum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra með það að markmiði að tryggja Trump sigur.Formenn leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Mark Warner (3.f.v.) og Richard Burr (2.f.h.) hafa kallað Kushner á sinn fund í dag.Vísir/EPABent hefur verið á að Kushner hafi ekki látið samskipta sinna við Rússa getið þegar hann skilaði yfirlýsingu sem er krafist þegar embættismenn fá öryggisheimild og aðgang að leynilegum upplýsingum. Kushner segir að fyrir mistök hafi ófullkomin yfirlýsing verið send yfirvöldum. Þær upplýsingar hafi verið uppfærðar yfir hálfs árs tímabil síðan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta neitar því að hafa átt samráð við rússnesk stjórnvöld um forsetakosningarnar í fyrra. Þetta kemur fram í skriflegum framburði sem Jared Kushner hefur sent þingnefndinni sem hann kemur fyrir í dag. Kushner kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og hliðstæðu hennar í fulltrúadeildinni á morgun. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir luktum dyrum og talið er að framburður Kushner verði ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að í skriflegri yfirlýsingu Kushner til beggja nefnda greini hann frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum á meðan á kosningabaráttunni stóð og frá tímabilinu frá því að Trump var kjörinn og þangað til hann tók við embætti. Þar á meðal er fundurinn með rússneskum lögfræðingi sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton sem sagt hefur verið frá undanfarið. Donald Trump yngri, sonur forsetans og mágur Kushner, kom þeim fundi á koppinn.Engin óviðeigandi samskipti Kushner ver samskipti sín við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa, og fleiri embættismenn og segir þá dæmigerða fyrir samskipti sem tengiliðir forsetaframboðs eins og hann var hafa við erlendar ríkisstjórnir. Hafnar hann því að hafa gert nokkuð saknæmt og staðhæfir að samskipti hans við Rússa hafi verið takmörkuð. Þau hafi ekki verið óviðeigandi. Þá segir hann að viðskiptaveldi sitt hafi ekki reitt sig á fjármögnun frá Rússlandi. „Ég átti ekki í samráði og ég veit ekki um neinn annan í framboðinu sem átti samráð við nein erlend stjórnvöld,“ segir Kushner í yfirlýsingu sinni.Nefndir Bandaríkjaþings vilja einnig að Paul Manafort, fv. kosningastjóri Trump, beri vitni um samskipti við Rússa.Vísir/AFPVildi afsökun til að komast af fundinum margumræddaUm fund þeirra Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneska lögfræðingum í fyrra segist Kushner hafa mætt seint. Hann hafi fljótt gert sér grein fyrir að fátt markvert kæmi fram á honum og að „tímanum væri illa varið“. Hann hafi jafnvel sent aðstoðarmanni skilaboð á meðan hann var á fundinum og beðið hann um að hringja í sig til þess að hann hefði afsökun til að láta sig hverfa af honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kushner er 36 ára gamall. Auk þess að vera eiginmaður Ivönku, dóttur Bandaríkjaforseta, hefur Kushner verið einn helsti trúnaðarmaður Trump. Hefur forsetinn falið honum fjölda verkefna, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum og að binda enda á ópíumfaraldur í Bandaríkjunum.Sendi óvart drög að yfirlýsingu um samskipti við erlenda aðilaÞingnefndir í bæði öldunga- og fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsaka nú meint samráð framboðs Trump við Rússa auk þess sem dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sem sérstakan rannsakanda í málinu. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir víðtækum tilraunum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra með það að markmiði að tryggja Trump sigur.Formenn leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Mark Warner (3.f.v.) og Richard Burr (2.f.h.) hafa kallað Kushner á sinn fund í dag.Vísir/EPABent hefur verið á að Kushner hafi ekki látið samskipta sinna við Rússa getið þegar hann skilaði yfirlýsingu sem er krafist þegar embættismenn fá öryggisheimild og aðgang að leynilegum upplýsingum. Kushner segir að fyrir mistök hafi ófullkomin yfirlýsing verið send yfirvöldum. Þær upplýsingar hafi verið uppfærðar yfir hálfs árs tímabil síðan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. 24. júlí 2017 08:42
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 23. júlí 2017 11:03
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45