Spá því að Tryggvi verði valinn í nýliðavali NBA á næsta ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2017 14:15 Tryggvi Snær Hlinason er væntanlega leið með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi. vísir/anton Samkvæmt nýjustu spá vefsíðunnar DraftExpress.com verður Tryggvi Snær Hlinason valinn númer 49 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2018. Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á EM U-20 ára liða á Krít fyrr í sumar. Tryggvi var í lykilhluti í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn. Hann var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi var svo valinn í fimm manna úrvalslið mótsins. Fjöldi NBA-njósnara var á EM og Tryggvi er svo sannarlega kominn inn á radarinn hjá liðum í NBA-deildinni vestanhafs. Tryggvi vakti einnig athygli erlendra blaðamanna og ESPN fjallaði m.a. ítarlega um þennan öfluga miðherja sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Þótt Tryggvi sé búinn að semja við Spánarmeistara Valencia hefur verið rætt um að hann fari í nýliðavalið í NBA á næsta ári. DraftExpress.com, sem er sennilega stærsta síðan sem fjallar um nýliðavalið í NBA, spáir því að Tryggvi verði tekinn númer 49 í nýliðavalinu á næsta ári. Eins og staðan er núna er sá valréttur í eigu Denver Nuggets. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA. Hann var valinn númer 61 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur hefur fylgst vel með uppgangi Tryggva og telur að hann gæti veitt honum félagsskap í íslenska NBA-klúbbnum í framtíðinni. Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Pétur má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00 Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30 Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Samkvæmt nýjustu spá vefsíðunnar DraftExpress.com verður Tryggvi Snær Hlinason valinn númer 49 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2018. Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á EM U-20 ára liða á Krít fyrr í sumar. Tryggvi var í lykilhluti í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn. Hann var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi var svo valinn í fimm manna úrvalslið mótsins. Fjöldi NBA-njósnara var á EM og Tryggvi er svo sannarlega kominn inn á radarinn hjá liðum í NBA-deildinni vestanhafs. Tryggvi vakti einnig athygli erlendra blaðamanna og ESPN fjallaði m.a. ítarlega um þennan öfluga miðherja sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Þótt Tryggvi sé búinn að semja við Spánarmeistara Valencia hefur verið rætt um að hann fari í nýliðavalið í NBA á næsta ári. DraftExpress.com, sem er sennilega stærsta síðan sem fjallar um nýliðavalið í NBA, spáir því að Tryggvi verði tekinn númer 49 í nýliðavalinu á næsta ári. Eins og staðan er núna er sá valréttur í eigu Denver Nuggets. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA. Hann var valinn númer 61 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur hefur fylgst vel með uppgangi Tryggva og telur að hann gæti veitt honum félagsskap í íslenska NBA-klúbbnum í framtíðinni. Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Pétur má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00 Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30 Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Jón Arnór Stefánsson segir að saga Tryggva Hlinasonar sé einstök. 25. júlí 2017 13:57
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tryggvi um ESPN-fréttina og alla athyglina: Ég er bara rólegur yfir þessu Tryggvi Snær Hlinason er á einu augabragði orðinn heitasta nafnið í íslenskum körfubolta og stærstu fjölmiðlarnir í Bandaríkjum eru farnir að orða miðherjann við NBA-deildina. 26. júlí 2017 19:00
Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. 9. ágúst 2017 08:30
Pétur sér fyrir sér nýjan meðlim í íslenska NBA-klúbbnum | Þetta segir hann um Tryggva Tryggvi Snær Hlinason hefur alla burði til að fara í NBA-deildina í körfubolta segir körfuboltagoðsögnin Pétur Guðmundsson. Pétur þekkir hlutverk stóra mannsins í íþróttinni og nú sér ýmislegt spennandi í öðrum risa, Bárðdælingnum Tryggva Snæ. 25. júlí 2017 20:00