Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 12:08 Hótelum og gististöðum hefur fjölgað í takt við fjölgun erlendra ferðamanna. Íbúasamtök í borginni vilja takmarka fjölda hótela í miðbænum en myndin sýnir reit við Lækjargötu þar sem hótel á vegum Íslandshótela mun rísa. vísir/andri marinó Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent