Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Flóð hrjá íbúa norðurstrandar Haítí eftir að Irma gekk þar yfir. Nordicphotos/AFP Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent