Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2017 09:03 Manafort (f.m.) hefur um árabil verið málafylgjumaður fyrir erlend stjórnvöld í Washington. Vísir/AFP Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Opinberir rannsakendur í Bandaríkjunum hafa hlerað síma Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump forseta frá því fyrir kosningar. Óvíst er hvort að símtöl við Trump hafi verið hleruð.CNN-fréttastöðin greindi frá þessu í gærkvöldi og hefur eftir ónefndum heimildamönnum sínum. Hleranirnir eru sagðar hafa vakið áhyggjur rannsakenda af því að Manafort hafi hvatt Rússa til að aðstoða framboð Trump. Tveir af þremur heimildamönnum CNN segja þó að sönnunargögnin séu ekki afgerandi. Rannsakendurnir fengu heimild til að hlera Manafort með úrskurði sérstaks dómstóls sem fjallar um leyniþjónustumál. Hún fékkst fyrst þegar alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á vinnu bandarískra ráðgjafafyrirtækja fyrir fyrrverandi stjórnarflokk Úkraínu árið 2014.Stóðu yfir fram á þetta árHlerununum var hætt í fyrr vegna skorts á sönnunargögnum en FBI fékk nýja heimild og héldu þær áfram fram á byrjun þessa árs. Á þeim tíma er vitað að Manafort ræddi við Trump í síma. Ekki liggur þó fyrir hvort að samskipti þeirra hafi náðst á upptöku. Manafort sat umdeildan fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld í fyrra ásamt elsta syni Trump og Jared Kushner, tengdasyni hans. Lögmaðurinn hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Trump. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal annars hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27