Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka Hilmar J. Malmquist skrifar 18. október 2017 07:00 Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun