Karlar, nú stoppum við hver annan! Fjölnir Sæmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar