Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 09:22 Lysette Anthony leikur í bresku sápuóperunni Hollyoaks. Vísir/Getty Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32