Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:44 Vísir/Getty Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum. Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. Ákvörðun forsetans mun þó ekki draga Bandaríkin út úr samningunum sem gerðir voru í tíð Obama forseta heldur hefur Bandaríkjaþing sextíu daga til að ákveða hvort farið verði út úr samningunum og nýjar refsiaðgerðir settar á Íran. Þó að spekingar vestanhafs efist um að þingið muni fara fram á nýjar samningaviðræður, því Íranir eru taldir líklegri til að rifta samningum ef svo bæri undir, er útspil Trump engu að síður talið grafa undan lögmæti samningsins.Sjá einnig: Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningunum við ÍranTalsmenn Bandaríkjastjórnar segja að Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi þegar rætt málið við kollega sína í Evrópu og í Kína en samkvæmt samningunum við Íran var ákveðið að aflétta viðskiptabanni á Íran að hluta gegn því að ríkið hætti kjarnorkuþróun sinni. Trump hefur lengi gagnrýnt samningana en þeim hefur hinsvegar verið vel tekið annarsstaðar í stjórnkerfinu. „Mér finnst þetta vera einhvert ókláraðasta samkomulag sem ég hef séð,“ sagði forsetinn til að mynda í samtali við Fox á miðvikudag. Hann hafði til 15. október til að gefa þinginu skýrslu um hvort að Íranir séu að fara eftir skilmálum samkomulagsins og hvort hann telji það hjálpa þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna. Varnarmálaráðherrann James Mattis er ósammála forsetanum og sagði til að mynda á fundi þingnefndar á dögunum að það væri ekki í þjóðarhag að rifta samningunum.
Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira