Gagnsæi gegn tortryggni Benedikt Jóhannesson skrifar 10. október 2017 07:00 Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun