Af heiðarleika og hugarfari Fjölnir Sæmundsson skrifar 27. október 2017 11:11 Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar