Repúblikanar snúa vörn í sókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2017 06:44 Frá tilkynningu Repúblikana í gær. Yfirmaður rannsóknanna, David Nunes, sést hér fyrir miðju. Vísir/Getty Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30