Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2017 15:14 George Clooney og Matt Damon kynna þessa dagana nýjustu mynd sína Suburbicon. Vísir/Getty Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“ Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikt af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Sjá meira
Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikt af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Sjá meira
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25