Senda Trump skýr skilaboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Trans konan Danica Roem hirti þingsæti í fulltrúadeild Virginíuþings af sjálftitlaða hommahataranum Bob Marshall. Nordicphotos/AFP Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Demókratar sópuðu að sér kosningasigrum í Bandaríkjunum þegar úrslit fjölmargra kosninga fóru að skýrast í fyrrinótt. Unnu frambjóðendur flokksins meðal annars tvo ríkisstjóraslagi og allnokkra borgarstjórastóla. Þá sneri flokkurinn einni öldungadeild ríkisþings á sitt band og bætti við sig einu ríki þar sem flokkurinn er með ríkisstjóra og meirihluta í báðum deildum þingsins. Einna helst hefur vakið athygli hversu fjölbreyttur hópur Demókrata náði kjöri í hin ýmsu embætti vestanhafs. Til að mynda stefnir í að fyrsta trans konan sem Bandaríkjamenn kusu meðvitandi taki sæti á þingi, fyrsta svarta konan var kjörin borgarstjóri Charlotte og fyrsti síkinn varð borgarstjóri Hoboken. Kjörsókn Demókrata jókst mikið að meðaltali frá síðustu kosningum í sömu embætti og unnu Demókratar sigra sem þeir höfðu varla gert sér vonir um. Í útgönguspám kemur fram að einna helst hafi kjósendur viljað senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Repúblikana, skýr skilaboð. Miðað við úrslitin stefnir í stórsigur Demókrata þegar kosið verður til þings á næsta ári en kosið verður um öll sæti fulltrúadeildarinnar, þriðjung sæta öldungadeildarinnar og tugi ríkisstjórastóla. Ólíklegt þykir að Repúblikanar missi meirihluta sinn í öldungadeildinni en af þeim 33 sætum sem kosið er um verma Repúblikanar átta í ríkjum sem þykja afar ólíkleg til að kjósa Demókrata. Kosningasigur Demókratans Danicu Roem í Virginíu þykir einna merkilegastur og var kosningabaráttan hörð. Roem barðist um sæti í fulltrúadeild Virginíuþings við sitjandi þingmann, Repúblikanann Bob Marshall. Roem verður að öllum líkindum fyrsta trans konan, sem vinnur kosningar vestanhafs eftir að hafa komið út úr skápnum sem trans, til að taka sæti á þingi. Áður hafði Althea Garrison náð kjöri í fulltrúadeild þingsins í Massachusetts. Þá vissu kjósendur hins vegar ekki að frambjóðandinn væri trans kona. Einnig náði trans konan Stacie Laughton kjöri í New Hampshire árið 2012 en þáði ekki sætið. Fyrrnefndur Marshall lýsti sér eitt sinn sem „aðalhommahatara“ Virginíu og reyndi, án árangurs, að koma frumvarpi í gegnum Virginíuþing sem hefði sett strangar reglur um notkun trans fólks á almenningssalernum í ríkinu. Eins og gefur að skilja var kosningabaráttan á milli Roem og Marshalls því hörð. Sendi framboð Marshall meðal annars frá sér bæklinga þar sem karlkyns fornöfn voru ítrekað notuð í stað kvenkyns fornafna þegar fjallað var um Roem og var Roem sögð gera kyn sitt að helsta kosningamálinu. „Hræsni þingmannsins á sér engin takmörk. Hann segir að ég hafi gert kyn mitt að kosningamáli þegar hann hefur í tvígang sent frá sér efni þar sem hann ræðst á mig fyrir að vera trans, fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og notar vitlaus fornöfn,“ sagði í yfirlýsingu sem Roem sendi frá sér í kjölfarið. Því svaraði Marshall með yfirlýsingu sem í sagði að innihald bæklingsins snerist ekki um að Roem væri trans. Í yfirlýsingunni hélt hann áfram að nota vitlaus fornöfn um Roem.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira