Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. vísir/afp „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
„Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent