Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 23:30 Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Vísir/epa Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25