Við lifum í afbökuðum peningaheimi Örn Karlsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Örn Karlsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar