Sparnaður fjármuna – öryggi ógnað Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkinu verði gert að uppfylla tiltekið þjónustustig alls staðar á landinu. Þessa setningu er að finna í kosningaáherslum Miðflokksins undir stefnunni Ísland allt. Það er góð ástæða til þess að draga fram hvað felst í fullyrðingunni þar sem nú berast fréttir af því að grunnþjónusta sem fram til dagsins í dag hefur talist sjálfsögð verður aflögð á Norðausturhorni landsins. Þegar fólk velur sér búsetu skipta ótal þættir máli, mikilvægustu þættirnir eru án efa aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu en samkvæmt skilgreiningu velferðarvaktarinnar er grunnþjónusta í fyrsta lagi lögbundin lágmarksþjónusta sem ekki verður skert án lagabreytinga. Í öðru lagi felur hún í sér tiltekið þjónustustig lögbundinnar þjónustu sem hefð hefur skapast um að standi til boða þótt það sé ekki skilgreint í lögum. Það er því nokkuð skýrt í hugum manna hvað um er að ræða þegar fjallað er um grunnþjónustu, það er nokkuð skýrt að innan þessarar skilgreiningar rúmast þjónusta sem snýr að öryggi íbúa hvar sem þeir kjósa að búa á landinu.Leggja niður fullbúinn sjúkrabíl Á Raufarhöfn er ætlunin um næstu áramót að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna og setja á stofn vettvangsliðsteymi sem virkar þannig að þeir sem skipa teymin hafa ekki lært að meðhöndla lyf eða hafa réttindi til þess að flytja sjúklinga í sjúkrabílum. Þetta þýðir að bíða þarf eftir lækni til þess að gefa viðeigandi lyf og einnig þarf að bíða eftir sjúkrabíl sem kemur þá frá Þórshöfn eða frá Húsavík. Ekki skal dregið úr því að vettvangsliðsteymi geta virkað vel sem slík en þau geta ekki komið í stað menntaðra sjúkraflutningamanna að fullu leyti og eru því þrautalending. Það vekur því spurningar að á Raufarhöfn eru fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sem hafa bæði getu og vilja til þess að sinna sínu starfi áfram. Hvernig stendur á því að verið er að leggja niður grunnþjónustu, hvernig má það vera að á sama tíma og ríkisvaldið, í samstarfi við sveitarfélagið, stofnanir á svæðinu og í samstarfi við íbúa, vinnur að sérstöku átaki til eflingar byggðarinnar undir merkjum „Brothættra byggða“, skuli einstakar ríkisstofnanir grípa til aðgerða sem eru beinlínis til þess fallnar að rýra búsetuskilyrði á svæðinu og þar með ógna öryggi íbúa? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar