Schulz vill sjá Bandaríki Evrópu verða að veruleika Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 13:13 Martin Schulz sagði í ræðu sinni að Evrópa myndi ekki þola fjögur ár til viðbótar af þýskri Evrópustefnu "a la Schäuble“. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari mun hefja viðræður við Martin Schulz, leiðtoga Jafnaðarmanna, og Horst Seehofer, leiðtoga Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, á miðvikudag um möguleika á stjórnarmyndun. Frá þessu greina þýskir fjölmiðlar í morgun. Tilkynninigin kemur í kjölfar fundar Jafnaðarmanna í gær þar sem formanninum Martin Schulz var gefin heimild til að ræða við Merkel um mögulega framlengingu á stjórnarsamstarfi flokkanna. Á fundi Jafnaðarmanna lýsti Schulz því yfir að hann vilji sjá myndun „Bandaríkja Evrópu“ verða að veruleika fyrir árið 2025. Þá sagðist hann vilja efla þýska almannatryggingakerfið og að unnið verði að áætlun um hvernig draga skuli úr kolanotkun í landinu. Schulz sagði í ræðu sinni að Evrópa myndi ekki þola fjögur ár til viðbótar af þýskri Evrópustefnu „a la Schäuble“ og vísar þar til aðhaldsaðgerða sem þýski fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble þrýsti á, meðal annars gagnvart Grikklandi. Schulz sagði flokksmönnum að hann vildi að leiðtogar aðildarríkja ESB myndu samþykka stjórnarskrá sem myndi leiða til stofnun sambandsríkis Evrópu. Líklegt þykir að tillagan muni mæta andstöðu Merkel og annarra leiðtoga aðildarríkja sambandsins. Sagði Schulz að hann vildi að öll þau ríki sem myndu neita að undirrita slíka stjórnarskrá myndu sjálfkrafa yfirgefa sambandið. Merkel leiðir nú starfsstjórn en kosningar fóru fram í landinu þann 24. september. Viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins FDP, og Græningja um stjórnarmyndun runnu út í sandinn í síðasta mánuði. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun hefja viðræður við Martin Schulz, leiðtoga Jafnaðarmanna, og Horst Seehofer, leiðtoga Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, á miðvikudag um möguleika á stjórnarmyndun. Frá þessu greina þýskir fjölmiðlar í morgun. Tilkynninigin kemur í kjölfar fundar Jafnaðarmanna í gær þar sem formanninum Martin Schulz var gefin heimild til að ræða við Merkel um mögulega framlengingu á stjórnarsamstarfi flokkanna. Á fundi Jafnaðarmanna lýsti Schulz því yfir að hann vilji sjá myndun „Bandaríkja Evrópu“ verða að veruleika fyrir árið 2025. Þá sagðist hann vilja efla þýska almannatryggingakerfið og að unnið verði að áætlun um hvernig draga skuli úr kolanotkun í landinu. Schulz sagði í ræðu sinni að Evrópa myndi ekki þola fjögur ár til viðbótar af þýskri Evrópustefnu „a la Schäuble“ og vísar þar til aðhaldsaðgerða sem þýski fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble þrýsti á, meðal annars gagnvart Grikklandi. Schulz sagði flokksmönnum að hann vildi að leiðtogar aðildarríkja ESB myndu samþykka stjórnarskrá sem myndi leiða til stofnun sambandsríkis Evrópu. Líklegt þykir að tillagan muni mæta andstöðu Merkel og annarra leiðtoga aðildarríkja sambandsins. Sagði Schulz að hann vildi að öll þau ríki sem myndu neita að undirrita slíka stjórnarskrá myndu sjálfkrafa yfirgefa sambandið. Merkel leiðir nú starfsstjórn en kosningar fóru fram í landinu þann 24. september. Viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins FDP, og Græningja um stjórnarmyndun runnu út í sandinn í síðasta mánuði.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira