Ætla að bjóða gjaldfrjáls námsgögn á næsta skólaári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:21 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, mælir nú fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar á fundi borgarstjórnar. Vísir/anton Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02
Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00
Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent