Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Michael Flynn, ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt í kjölfar forsetakosninganna í fyrra. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans, játaði í gær sök um að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, lagði fram ákæru gegn honum. Trump tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagðist þar hafa þurft að reka Flynn „vegna þess að hann laug að varaforsetanum og FBI.“ Þá sagðist forsetinn ekki hafa haft „neitt að fela“ á því tímabili þegar ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum eftir kosningar.I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 Ef rétt reynist virðist Trump viðurkenna að hann hafi verið meðvitaður um brot Flynn þegar hann bað Comey að hætta rannsókn og þegar hann svo rak Flynn vegna rannsóknarinnar Flynn hefur nú samþykkt að vinna með yfirvöldum í rannsókninni á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Vegna samningsins á Flynn yfir höfði sér mildari dóm en hann hefði annars fengið. Þetta hefur enn fremur kynt undir vangaveltum þess efnis að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til ákæra á hendur fleirum innan ríkisstjórnar Trumps, að því er fram kemur í frétt BBC.Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að ljúga að FBI. Talið er að Mueller hafi upplýsingar um fleiri brot og því hafi Flynn kosið að gera samning um samstarf við rannsakendur.Vísir/AFPÍ ákærunni gegn Flynn kemur fram að „mjög háttsettur“ innanbúðarmaður í teymi Trumps eftir kosningar hafi fyrirskipað að hann setti sig í samband við rússneska embættismenn. Trump hefur ítrekað þvertekið fyrir meint tengsl starfsfólks síns við Rússa. „Alls ekkert samráð,“ sagði Trump við fréttamenn þegar hann var á leið úr Hvíta húsinu í dag.Forsetinn hefur lýst ásökunum um samráð við Rússa sem „nornaveiðum“. Sagðist hann meðal annars hafa rekið James Comey úr starfi forstjóra FBI vegna rannsóknarinnar á því. Á meðal þess sem Mueller rannsakar nú er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með brottrekstrinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30