Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Ekki liggur fyrir hvort einhver strandaglópa gærdagsins hafi nýtt sér þjónustu BaseParking. vísir/eyþór Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum en síðarnefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins og sakað Isavia um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína og aflsmuni til að leggja stein í götu fyrirtækisins. Isavia hefur ekki fengið umrædda kvörtun í sínar hendur og getur því ekki tjáð sig um efni hennar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið teldi Isavia vera farið að veita sambærilega þjónustu og það hafi boðið upp á til að koma höggi á það og að Isavia hafi sektað fyrirtækið fyrir að nýta sér sleppistæði við flugvöllinn í mjög skamman tíma. „Isavia hefur um árabil boðið upp á þá þjónustu að leggja bifreiðum fyrir farþega og ekki um neina nýbreytni að ræða. Þjónusta sem þessi hefur verið í boði með einhverjum hætti frá 2008 eða í tæp 10 ár,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og segir ennfremur að allir fái sektir fyrir að nýta sér aðstöðu sem ekki er hugsuð sem bílastæði. „BaseParking fékk sekt fyrir að leggja í sleppistæði við flugstöðina. Þau eru hugsuð til þess að hleypa farþegum út en ekki til þess að leggja bifreiðum. Það kemur skýrt fram á skiltum að óheimilt sé að leggja bifreiðum á þessum stað og að viðurlög séu sektir. Allir þeir sem nota þessi stæði í annað en að hleypa út farþegum eru sektaðir,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum en síðarnefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins og sakað Isavia um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína og aflsmuni til að leggja stein í götu fyrirtækisins. Isavia hefur ekki fengið umrædda kvörtun í sínar hendur og getur því ekki tjáð sig um efni hennar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið teldi Isavia vera farið að veita sambærilega þjónustu og það hafi boðið upp á til að koma höggi á það og að Isavia hafi sektað fyrirtækið fyrir að nýta sér sleppistæði við flugvöllinn í mjög skamman tíma. „Isavia hefur um árabil boðið upp á þá þjónustu að leggja bifreiðum fyrir farþega og ekki um neina nýbreytni að ræða. Þjónusta sem þessi hefur verið í boði með einhverjum hætti frá 2008 eða í tæp 10 ár,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og segir ennfremur að allir fái sektir fyrir að nýta sér aðstöðu sem ekki er hugsuð sem bílastæði. „BaseParking fékk sekt fyrir að leggja í sleppistæði við flugstöðina. Þau eru hugsuð til þess að hleypa farþegum út en ekki til þess að leggja bifreiðum. Það kemur skýrt fram á skiltum að óheimilt sé að leggja bifreiðum á þessum stað og að viðurlög séu sektir. Allir þeir sem nota þessi stæði í annað en að hleypa út farþegum eru sektaðir,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15