Hvað þýðir „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum?
Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.
Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt.
Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.
Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi.
Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn.
Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum.
Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember.
Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið.
Skoðun
Hugleiðing um listamannalaun III
Þórhallur Guðmundsson skrifar
Dæmalaust mál
Sigursteinn Másson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt
Hjalti Þórisson skrifar
Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson
Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Þegar Trölli stal atkvæðum
Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar
Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Tækifæri gervigreindar í menntun
Páll Ásgeir Torfason skrifar
Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar
Árni Sigurðsson skrifar
Framtíð menntunar er í einkarekstri
Unnar Þór Sæmundsson skrifar
Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði?
Gústaf Steingrímsson skrifar
Þorpið
Alina Vilhjálmsdóttir skrifar
Hvað er friður?
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings?
Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið?
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Í aðdraganda jóla – hugleiðing
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar
Leikskólinn – vara á markaði?
Kristín Dýrfjörð skrifar
Hugvekja í raforkuskorti
Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar
Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar?
Stella Samúelsdóttir skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Allra besta jólagjöfin
Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar
Hvorugt er né hefur verið raunin
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun
Kristín Dýrfjörð skrifar
Efni í nýjan stjórnarsáttmála
Stefán Jón Hafstein skrifar
Orkan og álið
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar
Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili?
Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Geturðu gert betur?
Árni Sigurðsson skrifar
Sérréttindablinda BHM og BSRB
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar
Hvað með allt þetta frí?
Davíð Már Sigurðsson skrifar