Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. 80,5 milljarðar króna voru lagðir á fyrirtæki í tekjuskatt á árinu sem er rúmum átta prósentum meira en árið 2007 þegar tekjuskatturinn nam 74,4 milljörðum. Þá voru launagreiðslur fyrirtækja og stofnana á síðasta ári í fyrsta sinn hærri en þær voru árið 2007 og hafa þær aldrei verið eins háar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Segir hann niðurstöður álagningar opinberra gjalda vegna síðasta árs vera „órækan vitnisburð þeirrar grósku“ sem landsmenn nutu á árinu. „Það er engum blöðum um það að fletta að nú ríkir góðæri á Íslandi,“ segir hann.Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingurPáll tekur fram að tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafi hækkað mikið frá árinu 2009 eftir að hafa lækkað verulega í kjölfar falls fjármálakerfisins haustið 2008. Nemur hækkunin alls um 44 milljörðum króna, eða 120,5 prósentum. Annars vegar hafi skatthlutfall hlutafélaga hækkað úr 15 prósentum árið 2010 í 20 prósent árið 2012, eða um þriðjung á tveimur árum, og hins vegar hafi tekjur og hagnaður fyrirtækja stóraukist á síðustu árum og því hafi tekjur af skattinum hækkað. Á sama tíma, frá 2009 til 2016, hefur tekjuskattsstofninn vaxið, að sögn Páls, um tæplega 151 milljarð, eða 64 prósent. Hann nefnir að ef tekjuskattur hefði verið 15,4 prósent í álagningunni nú, eins og hann var að jafnaði af tekjum ársins 2009, þá hefði hann skilað ríkinu tæpum 20,7 milljörðum á þessu ári umfram það sem hefði verið ef skatturinn hefði verið óbreyttur frá árinu 2009. Fram kemur í grein Páls að fá fyrirtæki greiði bróðurpart alls tekjuskatts. Til marks um það greiddu aðeins 80 fyrirtæki meira en hundrað milljónir hvert í tekjuskatt af hagnaði síðasta árs, en tæpir 44,9 milljarðar voru lagðir á umrædd fyrirtæki, eða um 56 prósent heildarálagningarinnar. Þá greiddu sjö fyrirtæki meira en milljarð í tekjuskatt. Þó svo að tiltölulega fá fyrirtæki greiði stærstan hluta tekjuskatts hefur lögaðilum á skattskrá fjölgað verulega frá hruni. Alls fjölgaði tekjuskattsskyldum lögaðilum um 2.081 í fyrra og hefur þeim ekki fjölgað jafn mikið á einu ári frá árinu 2007. Í grein Páls er tekið fram að fyrirtæki og stofnanir hafi greitt 1.231 milljarð króna í laun á síðasta ári. Hafa launagreiðslurnar aldrei verið hærri. Raunvirði launagreiðslna í landinu var tæpum 64,5 milljörðum hærra í fyrra en árið 2007 þegar greiðslurnar námu um 1.160 milljörðum. Raunvirði launa rýrnaði umtalsvert í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 þegar atvinna þvarr og krónan féll í virði, að sögn Páls, en frá árinu 2010 hafa launagreiðslurnar hækkað um hátt í 330 milljarða króna. Páll vekur athygli á því að launagreiðslur í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu hafi hækkað umtalsvert, eða allt að 97 prósent, á síðasta ári. Eftir sem áður greiddu ríki og sveitarfélög, í atvinnugreininni, hvað hæstu fjárhæðina í laun eða ríflega 301 milljarð sem er um 24,5 prósent launa í landinu. Þar á eftir komu fyrirtæki í atvinnugreininni sem greiddu um 39,5 milljarða í laun.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira