Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun