Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun