Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2018 06:52 Nýja bókin varpar ljósi á hina ýmsu kima forsetatíðar Donalds Trump. Vísir/Getty Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins hefur vakið heimsathygli á örskömmum tíma. Það ætti þó að koma fáum á óvart enda hefur forsetatíð Donalds Trump verið mönnum hugleikinn allt frá því að hann tók við embætti í janúar á nýliðnu ári. Bókin ber nafnið Fire and Fury; Inside the Trump White House og er heitið vísun í fræg ummæli forsetans um þann eld og brennistein sem Norður-Kórea mun kalla yfir sig ef ríkið hverfur ekki frá kjarnorkuáætlun sinni. Hún er sögð byggja á rúmlega 200 viðtölum og hefur höfundur hennar haldið því fram að hann hafi verið sem grár köttur í Hvíta húsinu allt frá því að Donald Trump settist í forsetastólinn. Fjölmiðlafulltrúi forsetans hefur þó sagt að bókin sé uppfull af „fölskum og misvísandi frásögnum.“Breska ríkisútvarpið birti á vef sínum í nótt útlistun á því sem það kallar „tíu eldfimar afhjúpanir úr nýju Trumpbókinni.“ Þær verða stuttlega raktar hér að neðan en nánar má fræðast um þær með því að smella hér.Stephen Bannon vandar ráðgjöfum forsetans ekki kveðjurnar.vísir/epa1. Bannon taldi fund tengdasonarinns vera landráð Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Vísir ritaði ítarlega um þessa fullyrðingu í gær og má nálgast umfjöllunina með því að smella hér.2. Trump rak í rogastans við sigurinn Í bókinni lýsir Wolff því hvernig kosningateymi, ættingar og Trump sjálfur urðu gjörsamlega gáttaðir þegar í ljós kom að þau höfðu sigrað bandarísku forsetakosningarnar í nóvember 2016. Melania, eiginkona Trump, er meðal annars sögð hafa hágrátið og er hann sjálfur sagður hafa rekið í rogastans, því næst ekki trúað sínum eigin augum og að lokum orðið hálf óttasleginn. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en Trump varð þess fullviss að hann væri rétti maðurinn til að stýra Bandaríkjunum.3. Reiði á innsetningardaginnForsetinn naut alls ekki eigin innsetningarathafnar í janúar á síðasta ári. Þvert á móti hafi hann verið reiður - ekki síst í garð þeirra stórstjarna sem ákváðu heldur að sitja heima í stað þess að votta honum virðingu sína. Þá á hann að hafa hreytt ónotum í eiginkonu sína sem sögð er hafa barist við tárin. Þegar myndavélarnar voru ekki á honum segir Wolff að Trump hafi verið með það sem margir kalla „golfsvipinn hans;“ pirraður, sveiflaði höndum, hnyklaði brýrnar með stút á vörunum.Ivanka Trump er sögð hafa áhuga á forsetaembættinu.Vísir/getty4. Trump óttaðist Hvíta húsið Forsetinn er sagður hafa átt í erfiðleikum með að finna sig í Hvíta húsinu fyrstu vikurnar eftir að hann settist þar að. Hann hafi átt það til að loka sig af í svefnherbergi sínu - en þau Melania sofa í sitthvoru herberginu. Hann hafi einnig farið fram á að fá fleiri sjónvörp í herbergið sitt og lás á hurðina. Það varð til þess að Trump og leyniþjónustunni lenti saman en hún telur sig þurfa að hafa greitt aðgengi að forsetanum öllum stundum.5. Ivanka girnist forsetastólinn Dóttir forsetans, Ivanka Trump, hefur mikinn áhuga á embætti pabba síns og er hún sögð hafa gert samkomulag með eiginmanni sínum um að hún geti boðið sig fram í framtíðinni. Þau hjónin eru bæði ráðgjafar Donalds Trump og eru sögð vinna náið saman.6. Yfirgreiðslugrín Ivanka er í bókinni jafnframt sögð hafa reglulega gert grín að hinni víðfrægu hárgreiðslu forsetans. Á hún að hafa nota ríkt myndmál þegar hún lýsti því hvað faðir hennar hafði látið gera við hársvörðinn á sér og hvernig hann reyndi að ná stjórn á því með hárspreyi. Spreyið hafi átt það til að lita hárið á Trump ef því var leyft að vera of lengi í hárinu í einu.7. Óljós forgangsröðun Starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa spurt tengdason forsetans, sem jafnframt er einn af helstu ráðgjöfum hans, hverju Trump-stjórnin vildi ná fram - skömmu eftir að hún hafði tekið við völdum. Samkvæmt bókinni var hann þó með fá svör á takteinum. Starfsmannastjórinn á að hafa þráspurt tengasoninn um „bara þrjá þætti“ sem forsetinn vildi ná fram. Sex vikum eftir að Trump tók við embætti hafi ráðgjafinn hins vegar ekki haft nein svör.Donald Trump faðmar hér Rupert Murdoch.Vísir/Getty8. Aðdáun á mógúl Wolff segir í bók sinni að forsetinn haldi mikið upp á fjölmiðlamógúlinn háaldraða Rupert Murdoch. Lýsir hann því hvernig forsetinn hafi orðið pirraður þegar gestir í veislu hans hafi íhugað að yfirgefa samkvæmið áður en Murdoch mætti. „Hann er einn af þessum stóru, einn af þessum síðustu stóru,“ er haft eftir Trump. Þrátt fyrir að vera orðinn valdamesti maður í heimi reyndi Trump þannig áfram að komast í mjúkinn hjá manninum sem reglulega hafði kallaði hann loddara og kjána.9. Murdoch sagði Trump vera bjánaAðdáun þarf augljóslega ekki að vera gagnkvæm ef marka má Wolff. Í bókinni greinir hann frá símtali milli þeirra Trump og Murdoch um innflytjendalöggjöf. Murdoch benti forsetanum á að erfitt gæti verið að samræma frjálslynda afstöðu þegar kemur að tilteknum vegabréfaáritunum við uppbyggingu hins alræmda veggjar á landamærum Bandaríkjana og Mexíkó. Trump kærði sig lítið um ráðleggingar hans og sagði að „þau myndu finna út úr þessu.“ Eftir að símtalinu lauk á Murdoch að hafa sagt „Þvílíkur helvítis bjáni.“10. Vissi að Rússatengslin yrðu vesenFyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, Michael Flynn, vissi að greiðslan sem hann þáði fyrir að halda ræðu í Moskvu myndi síðar koma í bakið á honum. Hann á að hafa sagt vinum sínum að það hafi ekki verið góð hugmynd að þiggja 45 þúsund dali fyrir ræðuhöldin. „Það verður þó bara vesen ef hann sigrar,“ á hann að hafa sagt. Sérstök rannsóknarnefnd sem kannar tengsl kosningateymis Trump við Rússa hefur nú ákært Flynn. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins hefur vakið heimsathygli á örskömmum tíma. Það ætti þó að koma fáum á óvart enda hefur forsetatíð Donalds Trump verið mönnum hugleikinn allt frá því að hann tók við embætti í janúar á nýliðnu ári. Bókin ber nafnið Fire and Fury; Inside the Trump White House og er heitið vísun í fræg ummæli forsetans um þann eld og brennistein sem Norður-Kórea mun kalla yfir sig ef ríkið hverfur ekki frá kjarnorkuáætlun sinni. Hún er sögð byggja á rúmlega 200 viðtölum og hefur höfundur hennar haldið því fram að hann hafi verið sem grár köttur í Hvíta húsinu allt frá því að Donald Trump settist í forsetastólinn. Fjölmiðlafulltrúi forsetans hefur þó sagt að bókin sé uppfull af „fölskum og misvísandi frásögnum.“Breska ríkisútvarpið birti á vef sínum í nótt útlistun á því sem það kallar „tíu eldfimar afhjúpanir úr nýju Trumpbókinni.“ Þær verða stuttlega raktar hér að neðan en nánar má fræðast um þær með því að smella hér.Stephen Bannon vandar ráðgjöfum forsetans ekki kveðjurnar.vísir/epa1. Bannon taldi fund tengdasonarinns vera landráð Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Vísir ritaði ítarlega um þessa fullyrðingu í gær og má nálgast umfjöllunina með því að smella hér.2. Trump rak í rogastans við sigurinn Í bókinni lýsir Wolff því hvernig kosningateymi, ættingar og Trump sjálfur urðu gjörsamlega gáttaðir þegar í ljós kom að þau höfðu sigrað bandarísku forsetakosningarnar í nóvember 2016. Melania, eiginkona Trump, er meðal annars sögð hafa hágrátið og er hann sjálfur sagður hafa rekið í rogastans, því næst ekki trúað sínum eigin augum og að lokum orðið hálf óttasleginn. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en Trump varð þess fullviss að hann væri rétti maðurinn til að stýra Bandaríkjunum.3. Reiði á innsetningardaginnForsetinn naut alls ekki eigin innsetningarathafnar í janúar á síðasta ári. Þvert á móti hafi hann verið reiður - ekki síst í garð þeirra stórstjarna sem ákváðu heldur að sitja heima í stað þess að votta honum virðingu sína. Þá á hann að hafa hreytt ónotum í eiginkonu sína sem sögð er hafa barist við tárin. Þegar myndavélarnar voru ekki á honum segir Wolff að Trump hafi verið með það sem margir kalla „golfsvipinn hans;“ pirraður, sveiflaði höndum, hnyklaði brýrnar með stút á vörunum.Ivanka Trump er sögð hafa áhuga á forsetaembættinu.Vísir/getty4. Trump óttaðist Hvíta húsið Forsetinn er sagður hafa átt í erfiðleikum með að finna sig í Hvíta húsinu fyrstu vikurnar eftir að hann settist þar að. Hann hafi átt það til að loka sig af í svefnherbergi sínu - en þau Melania sofa í sitthvoru herberginu. Hann hafi einnig farið fram á að fá fleiri sjónvörp í herbergið sitt og lás á hurðina. Það varð til þess að Trump og leyniþjónustunni lenti saman en hún telur sig þurfa að hafa greitt aðgengi að forsetanum öllum stundum.5. Ivanka girnist forsetastólinn Dóttir forsetans, Ivanka Trump, hefur mikinn áhuga á embætti pabba síns og er hún sögð hafa gert samkomulag með eiginmanni sínum um að hún geti boðið sig fram í framtíðinni. Þau hjónin eru bæði ráðgjafar Donalds Trump og eru sögð vinna náið saman.6. Yfirgreiðslugrín Ivanka er í bókinni jafnframt sögð hafa reglulega gert grín að hinni víðfrægu hárgreiðslu forsetans. Á hún að hafa nota ríkt myndmál þegar hún lýsti því hvað faðir hennar hafði látið gera við hársvörðinn á sér og hvernig hann reyndi að ná stjórn á því með hárspreyi. Spreyið hafi átt það til að lita hárið á Trump ef því var leyft að vera of lengi í hárinu í einu.7. Óljós forgangsröðun Starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa spurt tengdason forsetans, sem jafnframt er einn af helstu ráðgjöfum hans, hverju Trump-stjórnin vildi ná fram - skömmu eftir að hún hafði tekið við völdum. Samkvæmt bókinni var hann þó með fá svör á takteinum. Starfsmannastjórinn á að hafa þráspurt tengasoninn um „bara þrjá þætti“ sem forsetinn vildi ná fram. Sex vikum eftir að Trump tók við embætti hafi ráðgjafinn hins vegar ekki haft nein svör.Donald Trump faðmar hér Rupert Murdoch.Vísir/Getty8. Aðdáun á mógúl Wolff segir í bók sinni að forsetinn haldi mikið upp á fjölmiðlamógúlinn háaldraða Rupert Murdoch. Lýsir hann því hvernig forsetinn hafi orðið pirraður þegar gestir í veislu hans hafi íhugað að yfirgefa samkvæmið áður en Murdoch mætti. „Hann er einn af þessum stóru, einn af þessum síðustu stóru,“ er haft eftir Trump. Þrátt fyrir að vera orðinn valdamesti maður í heimi reyndi Trump þannig áfram að komast í mjúkinn hjá manninum sem reglulega hafði kallaði hann loddara og kjána.9. Murdoch sagði Trump vera bjánaAðdáun þarf augljóslega ekki að vera gagnkvæm ef marka má Wolff. Í bókinni greinir hann frá símtali milli þeirra Trump og Murdoch um innflytjendalöggjöf. Murdoch benti forsetanum á að erfitt gæti verið að samræma frjálslynda afstöðu þegar kemur að tilteknum vegabréfaáritunum við uppbyggingu hins alræmda veggjar á landamærum Bandaríkjana og Mexíkó. Trump kærði sig lítið um ráðleggingar hans og sagði að „þau myndu finna út úr þessu.“ Eftir að símtalinu lauk á Murdoch að hafa sagt „Þvílíkur helvítis bjáni.“10. Vissi að Rússatengslin yrðu vesenFyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, Michael Flynn, vissi að greiðslan sem hann þáði fyrir að halda ræðu í Moskvu myndi síðar koma í bakið á honum. Hann á að hafa sagt vinum sínum að það hafi ekki verið góð hugmynd að þiggja 45 þúsund dali fyrir ræðuhöldin. „Það verður þó bara vesen ef hann sigrar,“ á hann að hafa sagt. Sérstök rannsóknarnefnd sem kannar tengsl kosningateymis Trump við Rússa hefur nú ákært Flynn.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45