Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 15:27 Stephen Bannon. Vísir/EPA Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira