Ánægð með að hafa getað varpað ljósi á íslenskar bókmenntir í Svíþjóðarheimsókninni Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2018 16:26 Silvía Svíadrottning og Eliza forsetafrú ræða við starfsmenn Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar. Vísir/Atli Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku. Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku.
Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00
Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00
Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30