Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump er á mörkum offitu og læknir hans ráðleggur honum að neyta fituminni fæðu. Vísir/getty Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58