EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2018 08:00 Faxi, Geiri Sveins og hinir kóngarnir. Þetta verður veisla í dag. samsett mynd/garðar Ég er alinn upp við að sænskir handboltamenn séu ofurmenni. Töframenn í íþróttinni sem Íslendingar gátu ekki einu sinni leyft sér að dreyma um að vinna. Sú staðreynd fór jafn mikið í taugarnar á mér og ég dáðist að þessum sænsku hetjum sem voru magnaðar. Holdgervingur ofurliðs Svía, er ég var að alast upp, var Staffan „Faxi“ Olsson. Svo góður að íslenska þjóðin hataði hann og ekki síst elskuðu Íslendingar að háta hárið á honum. Mjög eðlilegt. Ég sagðist auðvitað hata hann líka en dáðist samt að því hvað hann var góður. Ég var mikill laumuaðdáandi. Mér fannst hann geggjaður. Á ferli mínum í íþróttafréttamennsku hef ég tekið viðtöl við fullt af vel þekktum íþróttamönnum án þess að þykja það sérstakt. Rosaleg reynslulína. Ég veit það. Er bara orðinn leiðinlega miðaldra og get sagst hafa séð þetta allt áður. Reyndu að lifa með því.Hitti goðið með úttroðna vörina Er ég tók samt í fyrsta skipti viðtal við Faxa þá fannst mér það stórmerkilegt. Ég var svolítið „starstruck“ og stamaði pínu í spurningunum. Ég meina þetta var Faxi!!! „Larger then life“ (afsakið sletturnar) karakter. Hann var samt bara mjög nettur á því með úttroðna vörina og síða hárið á sínum stað. Fagmaður. Þá sjaldan að æskuhetjurnar bregðast manni ekki við að hitta þær. Í gær eyddi ég deginum upp í keppnishöllinni að vinna. Þá dundu yfir allar þessar minningar um ofurmenni Svía er bæði Magnus Wislander og Mats Olsson mættu á svæðið. Ég man varla eftir því að Olsson hafi fengið á sig mark gegn Íslandi og Wislander var óstöðvandi. Samt var hann bara sagður vera bréfberi. Það var algjörlega lygilegt. Pósturinn Páll að pakka Íslandi og heiminum saman. Það bara gekk ekki upp.Einar "Boom Boom“ á landsliðsæfingu fyrir umræddan leik.Vísir/PjeturTakk Boom boom Tímarnir breyttust þann 11. júní árið 2006. Staðurinn var Globen í Stokkhólmi og þá skaut Einar „Boom boom“ Hólmgeirsson Svía í kaf á þeirra eigin heimavelli og svo gott sem tryggði okkur sæti á HM 2007. Einar drap helvítis Svíagrýluna. Nokkrir aðrir einnig ógleymanlegir í þessum einstaka leik svo alls janfréttis sé gætt en ofurmörk Einars kláruðu leikinn. Ég er enn afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera í húsinu á þessum merka fjögurra marka sigri Íslands. Fagmennsku var að ansi stóru leyti (jæja, að öllu leyti svo ég segi satt) hent út um gluggann er maður fagnaði mörkum íslenska liðsins af einlægni. Að sjá svipinn á Svíum um allt hús eftir leikinn var óborganlegt. Þeir trúðu þessu bara ekki. Þeir sem alltaf vinna Ísland. Ég hló bara er ég sá undrunarsvipinn á þeim. Yndislegt. Svo mikill var fögnuðurinn í Laugardalshöllinni eftir seinni leikinn að það hreinlega gleymist að Ísland tapaði þeim leik með einu marki. Í huga Íslendinga vann Ísland enda fór Ísland á HM.Ísland stýrir sænskum handbolta Nú eru tímarnir breyttir og það bara hlýtur að svíða fyrir einhverja Svía að sjá íslenska ljúfmennið Kristján Andrésson gera frábæra hluti með sænska liðið. Íslendingur að þjálfa Svía. Hversu geggjað er það? Það var sagt, er hann var ráðinn, að hann hefði bara verið ráðinn til þess að taka skellinn er Svíar myndu gera upp á bak með miðlungslið á HM fyrir ári síðan. Sænsku þjálfararnir þorðu ekki í verkefnið, svo ég vitni í eftirminnileg ummæli stjórnarmanns HSÍ, og ætluðu að láta Íslendinginn taka skellinn og svo láta Svía taka við liðinu í kjölfarið eftir mikla eldskírn á stórmóti. Frábært plan. Eða hvað?Ólafur skorar mark í sigurleiknum gegn Svíum ytra 2006.Vísir/PjeturKristján tróð sokkum upp í alla þá sem höfðu ekki trú á honum. Undir hans stjórn spiluðu Svíar stórkostlegan handbolta og náðu frábærum árangri. Mjög óvænt. Í kjölfarið vilja allir halda honum sem lengst. Ákaflega vel gert hjá okkar manni. Það verður örugglega sérstök stund fyrir Kristján að stýra Svíum gegn Íslandi á stórmóti í dag. Þó svo að hann hafi búið meirihluta ævi sinnar í Svíþjóð hefur hann stutt Ísland í rimmum gegn Svíþjóð. Hann talar alltaf um Ísland sem „okkur“. Hann er með hjartað á réttum stað en þarf eðlilega að taka nýjan snúning á sínum málum í dag. Þessi leikur verður stund sem hann gleymir aldrei og á skilið að upplifa. Gangi honum mátulega vel í dag og svo frábærlega í framhaldinu. Tímarnir hafa heldur betur breyst og það er tímanna tákn að von Svía í handboltanum sé íslenskur þjálfari en ekki einn af gullmönnunum flottu. Svíagrýlan er dauð og Íslendingur stýrir eina skemmtilegasta landsliði Svía í langan tíma. Megi það lengi vera þannig. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ Henry Birgir er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót með strákunum okkar og rifjar hér upp er hann mætti á sitt fyrsta fyrir fjórtán árum síðan. Það mót fór ekki vel. 11. janúar 2018 08:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Strákarnir æfðu í Paladium-höllinni | Myndir Íslenska landsliðið tók sína fyrstu æfingu í keppnishöllinni í Split, Paladium, í dag og var hraustlega tekið á því degi fyrir fyrsta leik á EM. 11. janúar 2018 15:30 Aron: Ég er klár í Svíaleikinn Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum. 11. janúar 2018 13:58 Ágúst Elí: Blanda af spennu og stolti Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þreytir frumraun sína á stórmóti annað kvöld er hann spilar með íslenska landsliðinu gegn Svíum á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 17:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ég er alinn upp við að sænskir handboltamenn séu ofurmenni. Töframenn í íþróttinni sem Íslendingar gátu ekki einu sinni leyft sér að dreyma um að vinna. Sú staðreynd fór jafn mikið í taugarnar á mér og ég dáðist að þessum sænsku hetjum sem voru magnaðar. Holdgervingur ofurliðs Svía, er ég var að alast upp, var Staffan „Faxi“ Olsson. Svo góður að íslenska þjóðin hataði hann og ekki síst elskuðu Íslendingar að háta hárið á honum. Mjög eðlilegt. Ég sagðist auðvitað hata hann líka en dáðist samt að því hvað hann var góður. Ég var mikill laumuaðdáandi. Mér fannst hann geggjaður. Á ferli mínum í íþróttafréttamennsku hef ég tekið viðtöl við fullt af vel þekktum íþróttamönnum án þess að þykja það sérstakt. Rosaleg reynslulína. Ég veit það. Er bara orðinn leiðinlega miðaldra og get sagst hafa séð þetta allt áður. Reyndu að lifa með því.Hitti goðið með úttroðna vörina Er ég tók samt í fyrsta skipti viðtal við Faxa þá fannst mér það stórmerkilegt. Ég var svolítið „starstruck“ og stamaði pínu í spurningunum. Ég meina þetta var Faxi!!! „Larger then life“ (afsakið sletturnar) karakter. Hann var samt bara mjög nettur á því með úttroðna vörina og síða hárið á sínum stað. Fagmaður. Þá sjaldan að æskuhetjurnar bregðast manni ekki við að hitta þær. Í gær eyddi ég deginum upp í keppnishöllinni að vinna. Þá dundu yfir allar þessar minningar um ofurmenni Svía er bæði Magnus Wislander og Mats Olsson mættu á svæðið. Ég man varla eftir því að Olsson hafi fengið á sig mark gegn Íslandi og Wislander var óstöðvandi. Samt var hann bara sagður vera bréfberi. Það var algjörlega lygilegt. Pósturinn Páll að pakka Íslandi og heiminum saman. Það bara gekk ekki upp.Einar "Boom Boom“ á landsliðsæfingu fyrir umræddan leik.Vísir/PjeturTakk Boom boom Tímarnir breyttust þann 11. júní árið 2006. Staðurinn var Globen í Stokkhólmi og þá skaut Einar „Boom boom“ Hólmgeirsson Svía í kaf á þeirra eigin heimavelli og svo gott sem tryggði okkur sæti á HM 2007. Einar drap helvítis Svíagrýluna. Nokkrir aðrir einnig ógleymanlegir í þessum einstaka leik svo alls janfréttis sé gætt en ofurmörk Einars kláruðu leikinn. Ég er enn afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vera í húsinu á þessum merka fjögurra marka sigri Íslands. Fagmennsku var að ansi stóru leyti (jæja, að öllu leyti svo ég segi satt) hent út um gluggann er maður fagnaði mörkum íslenska liðsins af einlægni. Að sjá svipinn á Svíum um allt hús eftir leikinn var óborganlegt. Þeir trúðu þessu bara ekki. Þeir sem alltaf vinna Ísland. Ég hló bara er ég sá undrunarsvipinn á þeim. Yndislegt. Svo mikill var fögnuðurinn í Laugardalshöllinni eftir seinni leikinn að það hreinlega gleymist að Ísland tapaði þeim leik með einu marki. Í huga Íslendinga vann Ísland enda fór Ísland á HM.Ísland stýrir sænskum handbolta Nú eru tímarnir breyttir og það bara hlýtur að svíða fyrir einhverja Svía að sjá íslenska ljúfmennið Kristján Andrésson gera frábæra hluti með sænska liðið. Íslendingur að þjálfa Svía. Hversu geggjað er það? Það var sagt, er hann var ráðinn, að hann hefði bara verið ráðinn til þess að taka skellinn er Svíar myndu gera upp á bak með miðlungslið á HM fyrir ári síðan. Sænsku þjálfararnir þorðu ekki í verkefnið, svo ég vitni í eftirminnileg ummæli stjórnarmanns HSÍ, og ætluðu að láta Íslendinginn taka skellinn og svo láta Svía taka við liðinu í kjölfarið eftir mikla eldskírn á stórmóti. Frábært plan. Eða hvað?Ólafur skorar mark í sigurleiknum gegn Svíum ytra 2006.Vísir/PjeturKristján tróð sokkum upp í alla þá sem höfðu ekki trú á honum. Undir hans stjórn spiluðu Svíar stórkostlegan handbolta og náðu frábærum árangri. Mjög óvænt. Í kjölfarið vilja allir halda honum sem lengst. Ákaflega vel gert hjá okkar manni. Það verður örugglega sérstök stund fyrir Kristján að stýra Svíum gegn Íslandi á stórmóti í dag. Þó svo að hann hafi búið meirihluta ævi sinnar í Svíþjóð hefur hann stutt Ísland í rimmum gegn Svíþjóð. Hann talar alltaf um Ísland sem „okkur“. Hann er með hjartað á réttum stað en þarf eðlilega að taka nýjan snúning á sínum málum í dag. Þessi leikur verður stund sem hann gleymir aldrei og á skilið að upplifa. Gangi honum mátulega vel í dag og svo frábærlega í framhaldinu. Tímarnir hafa heldur betur breyst og það er tímanna tákn að von Svía í handboltanum sé íslenskur þjálfari en ekki einn af gullmönnunum flottu. Svíagrýlan er dauð og Íslendingur stýrir eina skemmtilegasta landsliði Svía í langan tíma. Megi það lengi vera þannig.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ Henry Birgir er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót með strákunum okkar og rifjar hér upp er hann mætti á sitt fyrsta fyrir fjórtán árum síðan. Það mót fór ekki vel. 11. janúar 2018 08:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Strákarnir æfðu í Paladium-höllinni | Myndir Íslenska landsliðið tók sína fyrstu æfingu í keppnishöllinni í Split, Paladium, í dag og var hraustlega tekið á því degi fyrir fyrsta leik á EM. 11. janúar 2018 15:30 Aron: Ég er klár í Svíaleikinn Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum. 11. janúar 2018 13:58 Ágúst Elí: Blanda af spennu og stolti Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þreytir frumraun sína á stórmóti annað kvöld er hann spilar með íslenska landsliðinu gegn Svíum á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 17:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ Henry Birgir er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót með strákunum okkar og rifjar hér upp er hann mætti á sitt fyrsta fyrir fjórtán árum síðan. Það mót fór ekki vel. 11. janúar 2018 08:00
Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15
Strákarnir æfðu í Paladium-höllinni | Myndir Íslenska landsliðið tók sína fyrstu æfingu í keppnishöllinni í Split, Paladium, í dag og var hraustlega tekið á því degi fyrir fyrsta leik á EM. 11. janúar 2018 15:30
Aron: Ég er klár í Svíaleikinn Aron Pálmarsson æfði af krafti með íslenska landsliðinu í Króatíu í dag og virðist hafa hrist af sér bakmeiðslin sem voru að plaga hann á dögunum. 11. janúar 2018 13:58
Ágúst Elí: Blanda af spennu og stolti Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þreytir frumraun sína á stórmóti annað kvöld er hann spilar með íslenska landsliðinu gegn Svíum á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 17:30