Icelandair flýgur til San Francisco Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2018 18:46 San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugfélagið Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor og verður hún 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku í leiðakerfi flugfélagsins. Þetta er þriðja borgin í Bandaríkjunum í vikunni sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til. Alls flýgur Icelandair til sex nýrra áfangastaða, Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore, San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi á árinu 2018. „San Francisco er þriðja nýja borgin sem við kynnum á jafnmörgum dögum í þessari viku í tengslum við þessa markaðssókn í Bandaríkjunum“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair í tilkynningu. „Þetta eru ólíkir áfangastaðir sem undirstrika hina miklu breidd sem er í leiðakerfinu og þjónustu okkar. San Francisco opnar nýja leið inn á hinn risastóra Kaliforníumarkað á vesturströndinni og flug á Baltimoreflugvöll styrkir stöðu okkar á Washington/Baltimore svæðinu á austurströndinni. Kansas City, stór borg í miðjum Bandaríkjunum, opnar svo áður lokaða markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengiflug okkar til og frá Evrópu. Jafnframt þessari auknu þjónustu við nýjar borgir þá færum við framboð af nokkrum öðrum áfangastöðum þannig að heildarflugframboð Icelandair 2018 er það sama og áður hefur verið kynnt, en við aukum með þessu hagkvæmni leiðakerfisins og styrkjum samkeppnisstöðu félagsins.“ San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugáætlun Icelandair verður í ár um 10% umfangsmeiri en á síðasta ári og er áætlað er að farþegar verði um 4,5 milljónir. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor og verður hún 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku í leiðakerfi flugfélagsins. Þetta er þriðja borgin í Bandaríkjunum í vikunni sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til. Alls flýgur Icelandair til sex nýrra áfangastaða, Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore, San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi á árinu 2018. „San Francisco er þriðja nýja borgin sem við kynnum á jafnmörgum dögum í þessari viku í tengslum við þessa markaðssókn í Bandaríkjunum“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair í tilkynningu. „Þetta eru ólíkir áfangastaðir sem undirstrika hina miklu breidd sem er í leiðakerfinu og þjónustu okkar. San Francisco opnar nýja leið inn á hinn risastóra Kaliforníumarkað á vesturströndinni og flug á Baltimoreflugvöll styrkir stöðu okkar á Washington/Baltimore svæðinu á austurströndinni. Kansas City, stór borg í miðjum Bandaríkjunum, opnar svo áður lokaða markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengiflug okkar til og frá Evrópu. Jafnframt þessari auknu þjónustu við nýjar borgir þá færum við framboð af nokkrum öðrum áfangastöðum þannig að heildarflugframboð Icelandair 2018 er það sama og áður hefur verið kynnt, en við aukum með þessu hagkvæmni leiðakerfisins og styrkjum samkeppnisstöðu félagsins.“ San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu. Flugáætlun Icelandair verður í ár um 10% umfangsmeiri en á síðasta ári og er áætlað er að farþegar verði um 4,5 milljónir. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira