Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2018 12:38 Justin Bieber slakaði á í Fjaðrárgljúfri. Skjáskot Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57
Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02