Kosið í Stjörnuliðin eins og á skólavellinum | Sjáðu hverja LeBron og Curry völdu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 08:30 Fyrirliðanir. vísir/getty Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard. NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard.
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira