Leikskólamál eru réttlætismál Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 13:51 Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú líður að kosningum og greinar um leikskólamál frá körlum í framvarðasveitum stjórnmálaflokkanna eru þegar byrjaðar að birtast í fjölmiðlum. Sem starfsmaður á einum af leikskólum borgarinnar til margra ára hef ég bæði áhuga og þekkingu á málefninu og ætla því að leggja orð í belg. Nær öll börn sem búa á Íslandi sækja leikskóla og hvergi í veröldinni dvelja þau lengur á leikskólunum en hér, sem ætti ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að Ísland er það sem kalla má alvinnusamfélag: Næstum allt fullorðið fólk er í fullri vinnu, flest fram á gamals aldur. Samkvæmt skýrslu OECD um leikskólamál frá árinu 2017 eyðir starfsfólk íslensku leikskólanna líka mestum tíma í starfi með börnunum, samanborið við önnur lönd sem skoðuð voru. En þrátt fyrir þessar staðreyndir; að börnin okkar eyði svo miklum tíma á leikskólunum og með starfsfólki þar og að þessi mikla viðvera hafi mótandi áhrif á allt þeirra líf, hefur enginn flokkur eða stjórnmálahreyfing í Reykjavík sýnt vilja til að gerast talsmaður þessara hópa. Í stað þess að gera allt sem þarf til að gæta að hagsmunum reykvískra barna hefur grimmilegri niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar verið framfylgt árum saman, sama hverjir fara með völd og sama hverjar afleiðingarnar eru. Með þessu hefur yfirstjórn borgarinnar tekið að sér hlutverk útsendara kapítalistanna; í stað þess að standa með börnum samfélagsins og gera sitt til að vernda þau fyrir afleiðingum manngerðra hörmunga sem alltaf dynja yfir með reglulegu millibili í samfélagi sem er bundið á klafa auðvaldsins er látið eins og ekkert komi til greina annað en svokölluð hagræðing. Skeytingarleysi gagnvart fólki er jú innbyggt í kapítalismann og hjá þeim sem aðhyllast þá hugmyndafræði er sjálfsagt að „hagræða“ í daglegu lífi barna. Sífellt fleirum verður nú ljóst að samfélagsgerð kapítalismans, með öllum sínum árásum á velferðarkerfið í formi sparnaðar og niðurskurðar og svo auðvitað hinni viðbjóðslegu auðsöfnun fárra á kostnað allra annara, er mannfjandsamleg samfélagsgerð. Við þurfum að sammælast um að stíga hið mikilvæga skref; að koma leikskólunum undan hugmyndafræði fíflsins svo að krónu- og aura þráhyggja peningaaðdáenda fái ekki lengur að stýra gæðum í starfi með börnum. Við getum ekki boðið börnum samfélagsins eða okkur sjálfum upp á brútalisma hins kapítalíska kerfis sem stendur á sama um allt, svo lengi sem auðæfi samfélagsins halda áfram að safnast á hendur fárra. Það er eitt helsta réttlætismál samtímans og sjálfsögð krafa að Reykjavíkurborg tryggi að öll börn njóti sín í leikskólum borgarinnar við bestu mögulegu aðstæður, að þar eigi þau rólega, þroskandi og áhyggjulausa daga, að þar starfi fjölbreyttur hópur fólks með metnað og áhuga á starfinu, að starfsfólkinu séu greidd mannsæmandi laun sem hægt er að lifa af, að ströngustu viðhaldskröfum sé fylgt þegar kemur að húsnæði og nægilegt pláss sé til staðar fyrir allt það fjölbreytta mennta og menningarstarf sem unnið er, að ávallt sé í boði nóg af bragðgóðum og næringarríkum mat fyrir alla, að nægilegt fjármagn sé tryggt svo hægt sé að endurnýja leikföng og skólagögn og síðast en ekki síst; að rausnarlega sé úthlutað af fé í sérkennslu og stuðning svo öll þau börn sem eiga rétt á sértækri þjónustu, í öllum leikskólum borgarinnar, fái hana alltaf, án undantekninga. Leikskólar borgarinnar eiga ekki að vera undirseldir „lögmálum“ efnahagsgerðar sem er gjörsamlega ófær um að taka tillit til þarfa barna og rekstur leikskóla er ekki kostnaðarsöm kvöð á borg og sveitarfélög, þvert á móti: Fyrsta flokks leikskóli fyrir öll börn er samfélagslegt réttlætismál, mál sem Reykvíkingar hljóta að geta sameinast um. Höfundur er ófaglærður starfsmaður í leikskóla, ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun