Hvaða borgarstarfsmönnum mun Eyþór segja upp? Magnús Már Guðmundsson skrifar 20. janúar 2018 15:57 Hin fimm fræknu keppast nú í oddvitaslag um atkvæði Sjálfstæðismanna í Reykjavík og beita þau til þess ólíkum meðulum. Tvö nýta sæti sín í borgarstjórnarsalnum ágætlega, einn frambjóðandinn býr í Garðabæ en keyrir til Reykjavíkur, sá fjórði fordæmir feita og útlendinga og sá fimmti birtir forsíðufréttir um sjálfan sig í eigin fjölmiðli. Sá heitir Eyþór Arnalds sem skrifaði greinar í vikunni, þó ekki Morgunblaðið, heldur í Fréttablaðið sem ritstjóri Morgunblaðsins segir að enginn lesi. Í byrjun vikunnar boðaði hann lausn á „leikskólavandanum“ sem felst í því að segja starfsfólki borgarinnar upp. Í gær skrifaði hann að þétting byggðar væri misheppnuð og boðaði í sömu grein frekari uppbyggingu í 101 til að minnka umferðartafir! Á milli þess sem hann skrifaði greinar birtist hann á forsíðu Morgunblaðsins og vildi segja upp samningi við ríkið sem tryggir borginni árlega milljarð til reksturs Strætó og hafnaði hugmyndum um sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu. Skemmst er frá því að segja að ekkert var fjallað um tafirnar á umferðinni sem þessar breytingar mundu óhjákvæmilega valda.Fátt um svör Mótsagnakenndur málflutningur Eyþórs er með miklum ólíkindum og hann hrakinn með afgerandi hætti í vikunni undir merkimiðanum #tómirvagnir. Hér verður spjótunum beint sértaklega að skólamálum, sem oft fá litla athygli, og þeim starfsmönnum sem Eyþór ætlar að reka til að bæta skólastarf. Í grein sinni tilgreindi Eyþór ekki hvar hann sér fyrir sér að losa sig við borgarstarfsmenn né hvernig þeir fjármunir sem myndu mögulega sparast í slíkum aðgerðum ættu að skila sér í bættu skólastarfi. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, krafði Eyþór svara vegna þessara skrifa og óskaði eftir því að fá heyra í hverju niðurskurðartillögurnar sem Eyþór boðaði fælust. Svarið var hins vegar svo gott sem jafn innihaldslaust og hin popúlíska grein hans. Eyþór segist vilja bæta skólana og til þess þurfi að „setja skýr markmið og vinna markvisst að árangri“ . Punktur. Hann hefur sem sagt ekki nein svör. Gera þarf betur í mönnun leik- og grunnskóla. Uppsveiflan og mikill skortur á vinnuafli gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir. Vegna stærðar sinnar hefur athyglin ekki síst beinst að Reykjavík þrátt fyrir að staðan hafi ekki verið verst þar í vetur. Ágætlega hefur gengið að ráða í lausar stöður, þó enn séu einhverjir leikskólar ekki fullmannaðir. Það er sannarlega slæmt og er okkur sem komum að stjórn borgarinnar mikið kappsmál að leysa. Þetta er veruleikinn eins og hann blasir við stjórnmálamönnum á höfuðborgarsvæðinu og víða annarsstaðar á landinu hvort heldur sem fólk stendur til vinstri eða hægri í pólitík. Í Reykjavík höfum við kappkostað að vanda okkur og forgangsraðað fjármunum í skólamál, velferð og innviði. Fjárveitingar til skóla- og frístundamála hafa þannig aukist um 9 milljarða króna á yfirstandandi kjörtímabili þrátt fyrir að leikskólagjöld hafi einnig lækkað. Að auki stendur nú yfir metnaðarfull vinna verið gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 auk þess sem sérstakir hópar með kennurum, fulltrúum fræðasamfélagsins og fleirum innanborðs hafa rýnt í starfsumhverfi í leik- og grunnskóla. Það hefur sem sagt ansi margt verið gert sem þegar hefur og mun áfram skila sér til baka á næstu misserum.Minnir á TrumpAð einn helsti ökuþór Valhallar reyni að breiða yfir þessu mikilvægu skref sem hafa verið stigin og segi lausnina felast í því að segja borgarstarfsmönnum upp störfum er grafalvarlegt. Þar er boðuð ódýr töfralausn sem stenst enga skoðun. Lausn sem er til þess fallinn að villa um fyrir almenningi og afvegaleiða umræður á fölskum forsendum í aðdraganda kosninga. Málflutningurinn minnir óþægilega á Donald Trump og helstu forsvarsmenn Brexit. Það má öllum vera ljóst sem hafa minnsta áhuga skólamálum að uppsagnir nokkurra embættismanna duga skammt þegar litið er á þá staðreynd að 4.300 starfsmenn starfa hjá skóla- og frístundasviði. Smekkleysið sem felst í því að hóta starfsmönnum borgarinnar uppsögnum verða Sjálfstæðismenn í Reykjavík að eiga við sig sjálfa. Hins vegar heyrir það upp á okkur öll að láta ekki innistæðulausar upphrópanir og hægri popúlisma stela umræðunni. Þá munum við sitja uppi með svikin loforð og verri samfélög.Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Hin fimm fræknu keppast nú í oddvitaslag um atkvæði Sjálfstæðismanna í Reykjavík og beita þau til þess ólíkum meðulum. Tvö nýta sæti sín í borgarstjórnarsalnum ágætlega, einn frambjóðandinn býr í Garðabæ en keyrir til Reykjavíkur, sá fjórði fordæmir feita og útlendinga og sá fimmti birtir forsíðufréttir um sjálfan sig í eigin fjölmiðli. Sá heitir Eyþór Arnalds sem skrifaði greinar í vikunni, þó ekki Morgunblaðið, heldur í Fréttablaðið sem ritstjóri Morgunblaðsins segir að enginn lesi. Í byrjun vikunnar boðaði hann lausn á „leikskólavandanum“ sem felst í því að segja starfsfólki borgarinnar upp. Í gær skrifaði hann að þétting byggðar væri misheppnuð og boðaði í sömu grein frekari uppbyggingu í 101 til að minnka umferðartafir! Á milli þess sem hann skrifaði greinar birtist hann á forsíðu Morgunblaðsins og vildi segja upp samningi við ríkið sem tryggir borginni árlega milljarð til reksturs Strætó og hafnaði hugmyndum um sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu. Skemmst er frá því að segja að ekkert var fjallað um tafirnar á umferðinni sem þessar breytingar mundu óhjákvæmilega valda.Fátt um svör Mótsagnakenndur málflutningur Eyþórs er með miklum ólíkindum og hann hrakinn með afgerandi hætti í vikunni undir merkimiðanum #tómirvagnir. Hér verður spjótunum beint sértaklega að skólamálum, sem oft fá litla athygli, og þeim starfsmönnum sem Eyþór ætlar að reka til að bæta skólastarf. Í grein sinni tilgreindi Eyþór ekki hvar hann sér fyrir sér að losa sig við borgarstarfsmenn né hvernig þeir fjármunir sem myndu mögulega sparast í slíkum aðgerðum ættu að skila sér í bættu skólastarfi. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, krafði Eyþór svara vegna þessara skrifa og óskaði eftir því að fá heyra í hverju niðurskurðartillögurnar sem Eyþór boðaði fælust. Svarið var hins vegar svo gott sem jafn innihaldslaust og hin popúlíska grein hans. Eyþór segist vilja bæta skólana og til þess þurfi að „setja skýr markmið og vinna markvisst að árangri“ . Punktur. Hann hefur sem sagt ekki nein svör. Gera þarf betur í mönnun leik- og grunnskóla. Uppsveiflan og mikill skortur á vinnuafli gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir. Vegna stærðar sinnar hefur athyglin ekki síst beinst að Reykjavík þrátt fyrir að staðan hafi ekki verið verst þar í vetur. Ágætlega hefur gengið að ráða í lausar stöður, þó enn séu einhverjir leikskólar ekki fullmannaðir. Það er sannarlega slæmt og er okkur sem komum að stjórn borgarinnar mikið kappsmál að leysa. Þetta er veruleikinn eins og hann blasir við stjórnmálamönnum á höfuðborgarsvæðinu og víða annarsstaðar á landinu hvort heldur sem fólk stendur til vinstri eða hægri í pólitík. Í Reykjavík höfum við kappkostað að vanda okkur og forgangsraðað fjármunum í skólamál, velferð og innviði. Fjárveitingar til skóla- og frístundamála hafa þannig aukist um 9 milljarða króna á yfirstandandi kjörtímabili þrátt fyrir að leikskólagjöld hafi einnig lækkað. Að auki stendur nú yfir metnaðarfull vinna verið gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 auk þess sem sérstakir hópar með kennurum, fulltrúum fræðasamfélagsins og fleirum innanborðs hafa rýnt í starfsumhverfi í leik- og grunnskóla. Það hefur sem sagt ansi margt verið gert sem þegar hefur og mun áfram skila sér til baka á næstu misserum.Minnir á TrumpAð einn helsti ökuþór Valhallar reyni að breiða yfir þessu mikilvægu skref sem hafa verið stigin og segi lausnina felast í því að segja borgarstarfsmönnum upp störfum er grafalvarlegt. Þar er boðuð ódýr töfralausn sem stenst enga skoðun. Lausn sem er til þess fallinn að villa um fyrir almenningi og afvegaleiða umræður á fölskum forsendum í aðdraganda kosninga. Málflutningurinn minnir óþægilega á Donald Trump og helstu forsvarsmenn Brexit. Það má öllum vera ljóst sem hafa minnsta áhuga skólamálum að uppsagnir nokkurra embættismanna duga skammt þegar litið er á þá staðreynd að 4.300 starfsmenn starfa hjá skóla- og frístundasviði. Smekkleysið sem felst í því að hóta starfsmönnum borgarinnar uppsögnum verða Sjálfstæðismenn í Reykjavík að eiga við sig sjálfa. Hins vegar heyrir það upp á okkur öll að láta ekki innistæðulausar upphrópanir og hægri popúlisma stela umræðunni. Þá munum við sitja uppi með svikin loforð og verri samfélög.Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun