Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar 21. nóvember 2025 14:30 Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Fjölmenning Innflytjendamál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar