„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar 21. nóvember 2025 15:17 Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Arnór Sigurjónsson Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar