LaVar: Steve Kerr er Milli Vanilli þjálfaranna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 LaVar kennir hér þjálfara litháíska liðsins að þjálfa. vísir/getty Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira