Kjalarnes í forgang – 10 góðar ástæður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun