Þokast í samkomulagsátt um fjárlög í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 13:15 Eftir átök sem hafa tíðum verið hatrömm virðist meiri sáttatónn vera í McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, (t.v.) og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata, þessa dagana. Vísir/AFP Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Þrátt fyrir fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann sé tilbúinn að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast eru merki um að leiðtogar repúblikana og demókrata séu að ná saman um frumvarp að fjárlögum. Frestur til að framlenga útgjöld til alríkisstofnana rennur út á morgun. Neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti bráðabirgðalausn til að fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar eftir að fé til hans klárast á morgun. Leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni eru nú sagðir vinna að lausn til lengri tíma sem myndi fela í sér aukin útgjöld til hernaðarmála sem repúblikanar vilja en einnig frekari fjárútlát innanlands sem demókratar sækjast eftir. Alríkisstjórnin hefur verið fjármögnuð með röð bráðabirgðafrumvarpa frá því að síðasta fjárlagaári lauk í lok september. Þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um fjárlög þá. Síðan þá hefur lokun alríkisstjórnarinnar vofað yfir í hvert skipti sem þurft hefur að samþykkja nýja skammtímalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist að hluta til í þrjá daga í janúar þegar demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðalausn til að knýja á um að staða innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn yrði tryggð. Trump batt enda á DACA-áætlunina sem hefur varið þá fyrir brottvísun í fyrra.Viðræður í skugga hótana forsetansAP-fréttastofan segir að demókratar hafi látið þá kröfu falla niður og reyni frekar að fá repúblikana til að fallast á tuga milljarða fjárframlög til annarra málefna sem þeir telja brýn. Treysta þeir á að samkomulag náist um innflytjendamál síðar. Á meðal þess sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, og Chuck Schumer, oddviti demókrata, ræða nú er hækkun svonefnds skuldaþaks ríkissjóðs til að hægt verði að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins í framtíðinni. Yfirlýsingar Trump forseta í gær voru hins vegar í litlu samráði við þennan nýfundna sáttahug hjá leiðtogum flokkanna. Fullyrti hann að hann væri til í að láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast til að hann gæti náð sínu fram í innflytjendamálum. „Ég myndi elska að sjá lokun ef við getum ekki fengið þessi mál í gegn,“ sagði Trump.John Kelly er haukur í innflytjendamálum. Lýsing hans á innflytjendum sem lötum féll ekki í kramið hjá demókrötum.Vísir/AFPGaf í skyn að innflytjendur væru latirÞá féllu orð Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um innflytjendur í grýttan jarðveg hjá demókrötum. Trump lagði til vernd fyrir fleiri innflytjendur en þá sem hafa fallið undir DACA-áætlunina í janúar. Það var þó skilyrðum háð að þingið samþykkti tugi milljarða í byggingu landamæramúrs við Mexíkó og að innflytjendum sem koma löglega til Bandaríkjanna verði fækkað verulega. Kelly sagði að tillaga Trump myndi ekki aðeins tryggja skjólstæðingum DACA vernd heldur einnig þeim innflytjendum sem „sumir myndu segja að séu of hræddir til að skrá sig en aðrir myndu segja að væru of latir til að hreyfa sig af rassinum en þeir skráðu sig ekki.“ „Ég harma þessa lýsingu. Hún kemur mér ekki á óvart komandi frá Kelly herforingja,“ segir Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata sem hefur farið fyrir viðræðum þeirra við repúblikana um innflytjendamál. Kelly er einn helsti harðlínumaðurinn í innflytjendamálum í Hvíta húsinu. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs hafa fullyrt að Kelly og Stephen Miller, ráðgjafi Trump, séu þeir sem hafi fyrst og fremst komið í veg fyrir að forsetinn styðji við tilraunir til að ná þverpólitísku samkomulagi um endurskoðun innflytjendakerfis Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Leggja til skammtímalausn til að forðast lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískir þingmenn reyna að semja um bráðabirgðafjárlög áður en frestur til þess rennur út á fimmtudag. 6. febrúar 2018 16:14